Fótbolti

KSÍ skilaði hagnaði árið 2011

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, með landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck.
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, með landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck. Mynd/Vilhelm
Knattspyrnusamband Íslands hefur birt ársreikning fyrir árið 2011 á heimasíðu sinni en um helgina fer fram ársþing sambandsins.

Rekstrarhagnaður var um 61 milljón króna og að teknu tilliti til fjármagnsliða er hagnaður sambandsins af starfsseminni um 92 milljónir króna.

Styrkir og framlög til aðildarfélaga á árinu námu um 83 milljónum króna og sitja því eftir rúmar níu milljónir í hagnað eftir þær greiðslur.

KSÍ stendur vel en handbært fé í árslok var 338 milljónir króna og eignir alls 813 milljónir, þar af eigið fé upp á 288 milljónir króna.

Hér má sjá ársreikninginn og fjárhagsáætlun fyrir 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×