Handbolti

Ingvar og Jónas dæma aftur hjá Japan í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson.
Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson. Mynd/Stefán
Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson hafa staðið sig mjög vel á Asíumeistaramóti karlalandsliða í handbolta í Jeddah í Sádí-Arabíu. Þeir félagar munu dæma sinn þriðja leik á mótinu í dag.

Ingvar og Jónas dæmdu opnunarleikinn og svo stórleik Japana og Kúveita þar sem Japan hafði sigur á lokamínútunum 30 -27. Í dag verða þeir með leik Kóreu og Japan en það er úrslitaleikur í A-riðli. Japanar verða að fá stig út úr leiknum til að vera öryggir áfram í undanúrslit.

Japanska landsliðið mun eins og kunnugt er mæta því íslenska í forkeppni Ólympíuleikanna í apríl en auk Íslands og Japans eru í riðlinum Króatía og Síle. Tvær efstu þjóðirnar komast inn á Ólympíuleikana í London.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×