Bjarni segir fráleitt að hann hafi falsað skjöl 13. febrúar 2012 15:56 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir ásakanir þess efnis að hann hafi falsað skjöl vera fráleitar. Bjarni hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar í DV í dag þar sem segir að sannað sé að beitt hafi verið fölsunum í Vafningsmálinu svokallaða þar sem Bjarni fékk umboð til að veðsetja bréf í eignarhaldsfélaginu Vafningi, sem var í eigu föður hans og fleiri viðskiptafélaga. Í DV í dag segir að umboðin hafi verið sent þann ellefta febrúar, en að viðskiptin sjálf, sem umboðin voru veitt vegna áttu hinsvegar að hafa verið gerð áttunda febrúar, eða þremur dögum áður. Bjarni segir um pólitískar árásir í sinn garð að ræða og tengir við Landsdómsmálið. Í yfirlýsingu sem Bjarni sendir frá sér í dag segir hann að í vitnaskýrslu hafi hann greint frá því að hann hafi „að öllum líkindum skrifað undir skjölin, fyrir hönd þriðju aðila, á bilinu 8. - 12. febrúar 2008." Hann segir að samkvæmt gögnum sem hann hafi í millitíðinni aflað sér megi ætla að hann hafi skrifað undir 11. eða 12 febrúar. „Þess má geta að ég hafði enga vitneskju um lánveitingar til Milestone í tengslum við þetta mál fyrr en það varð opinbert í desember síðastliðnum." „Allar ásakanir um að ég hafi falsað skjöl eru fráleitar," segir Bjarni ennfremur. „Dagsetning skjalanna var forskrifuð á þau skjöl sem ég skrifaði á og endurspeglar einfaldlega vilja þeirra sem að þeim standa um að samkomulag þeirra skuli gilda frá þeim degi." Bjarni segir að þetta sé alvanalegt, „ekki síst þegar safna þarf undirskriftum frá fleiri en einum aðila á skjal. Í því er ekkert ólöglegt á nokkurn hátt. Ef grunur léki á um skjalafals hefði verið ákært fyrir slíkt brot, en því er ekki að skipta." Þá segir Bjarni: „Lánveiting þessi fór í opinbera rannsókn. Þeirri rannsókn er nú lokið. Hefur tveimur starfsmönnum Glitnis verið birt ákæra fyrir að hafa farið út fyrir umboð sitt. Enn hefur dómur ekki gengið í því máli." Bjarni bendir hinsvegar á að hann sjálfur hafi aldrei legið undir grun um lögbrot. „Enginn hefur verið ákærður fyrir skjalafals í tengslum við málið. Eins og ég hef margítrekað sagt hafði ég enga aðra aðkomu að málinu en þá að aðstoða hluthafa við að verða við kröfum bankans um tryggingar." Að lokum segir Bjarni að um innihaldslausar pólitískar árásir í sinn garð sé að ræða. „Augljóst er að þær eru settar fram nú fyrst og fremst í tilefni af ákveðnu þingmáli sem ég hef mælt fyrir á Alþingi." Vafningsmálið Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir ásakanir þess efnis að hann hafi falsað skjöl vera fráleitar. Bjarni hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar í DV í dag þar sem segir að sannað sé að beitt hafi verið fölsunum í Vafningsmálinu svokallaða þar sem Bjarni fékk umboð til að veðsetja bréf í eignarhaldsfélaginu Vafningi, sem var í eigu föður hans og fleiri viðskiptafélaga. Í DV í dag segir að umboðin hafi verið sent þann ellefta febrúar, en að viðskiptin sjálf, sem umboðin voru veitt vegna áttu hinsvegar að hafa verið gerð áttunda febrúar, eða þremur dögum áður. Bjarni segir um pólitískar árásir í sinn garð að ræða og tengir við Landsdómsmálið. Í yfirlýsingu sem Bjarni sendir frá sér í dag segir hann að í vitnaskýrslu hafi hann greint frá því að hann hafi „að öllum líkindum skrifað undir skjölin, fyrir hönd þriðju aðila, á bilinu 8. - 12. febrúar 2008." Hann segir að samkvæmt gögnum sem hann hafi í millitíðinni aflað sér megi ætla að hann hafi skrifað undir 11. eða 12 febrúar. „Þess má geta að ég hafði enga vitneskju um lánveitingar til Milestone í tengslum við þetta mál fyrr en það varð opinbert í desember síðastliðnum." „Allar ásakanir um að ég hafi falsað skjöl eru fráleitar," segir Bjarni ennfremur. „Dagsetning skjalanna var forskrifuð á þau skjöl sem ég skrifaði á og endurspeglar einfaldlega vilja þeirra sem að þeim standa um að samkomulag þeirra skuli gilda frá þeim degi." Bjarni segir að þetta sé alvanalegt, „ekki síst þegar safna þarf undirskriftum frá fleiri en einum aðila á skjal. Í því er ekkert ólöglegt á nokkurn hátt. Ef grunur léki á um skjalafals hefði verið ákært fyrir slíkt brot, en því er ekki að skipta." Þá segir Bjarni: „Lánveiting þessi fór í opinbera rannsókn. Þeirri rannsókn er nú lokið. Hefur tveimur starfsmönnum Glitnis verið birt ákæra fyrir að hafa farið út fyrir umboð sitt. Enn hefur dómur ekki gengið í því máli." Bjarni bendir hinsvegar á að hann sjálfur hafi aldrei legið undir grun um lögbrot. „Enginn hefur verið ákærður fyrir skjalafals í tengslum við málið. Eins og ég hef margítrekað sagt hafði ég enga aðra aðkomu að málinu en þá að aðstoða hluthafa við að verða við kröfum bankans um tryggingar." Að lokum segir Bjarni að um innihaldslausar pólitískar árásir í sinn garð sé að ræða. „Augljóst er að þær eru settar fram nú fyrst og fremst í tilefni af ákveðnu þingmáli sem ég hef mælt fyrir á Alþingi."
Vafningsmálið Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira