Handbolti

AG öruggt í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. Mynd/Heimasíða AG
AG Kaupmannahöfn gulltryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir afar öruggan sigur á Partizan Beograd á heimavelli, 29-23.

AG hafði mikla yfirburði í leiknum og var sigurinn aldrei í hættu. Ólafur Stefánsson skoraði fimm mörk fyrir AG og Guðjón Valur Sigurðsson fjögur - öll í fyrri hálfleik.

Arnór Atlason og Snorri Steinn Guðjónsson spiluðu einnig í leiknum fyrir AG sem er í öðru sæti D-riðils, einu stigi á eftir Kiel. Fjögur efstu lið riðilsins komast áfram í 16-liða úrslitin.

AG tekur á móti Kiel þann 26. febrúar næstkomandi og verður það væntanlega hreinn úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins.

Nordsjælland er nánast úr leik í 16-liða úrslitum EHF-bikarkeppninnar en liðið tapaði fyrri leiknum sínum gegn Tatran Presov í gær, 30-20. Ólafur Guðmundsson lék ekki með liðinu vegna veikinda.

Þá stóð Björgvin Páll Gústavsson í marki Magdeburg sem vann fyrri leik sinn gegn króatíska liðinu Nece Nasice í sömu keppni, 33-31. Björgvin Páll spilaði nánast allan leikinn og varði til að mynda ellefu skot í fyrri hálfleik.


Tengdar fréttir

Guif stóð í Rhein-Neckar Löwen

Þjálfarnir Guðmundur Guðmundsson og Kristján Andrésson mættust með lið sín í 16-liða úrslitum EHF-bikarkeppninnar í dag. Lið Guðmundar hafði þar nauman sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×