Íslenski boltinn

Naumt tap fyrir Evrópumeisturunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í baráttu við Alexandru Popp í leiknum í dag.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í baráttu við Alexandru Popp í leiknum í dag. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 0-1 á móti Evrópumeisturum Þýskalands í fyrsta leik sínum í Algarve-bikarnum en leiknum var að ljúka í Portúgal. Þýskaland hefur þar með unnið alla tólf leiki sína við Ísland hjá A-landsliðum kvenna en síðustu tveir leikir hafa endað með naumum eins marks sigri.

Íslensku stelpurnar stóðu í þeim þýsku í þessum leik þrátt fyrir að Evrópumeistararnir hafi verið mun meira með boltann. Þýska liðið skoraði sigurmark sitt á 25. mínútu og fékk einnig fínt færi í fyrri hálfleiknum.

Íslenska liði náði ekki að skapa sér nein dauðafæri í síðari hálfleiknum og gáfu heldur ekki mörg færi á sér. Þjóðverjar fengu þó dauðafæri í uppbótartíma en Þóra varði þá frá sóknarmanni Þýskalands.

Elísa Viðarsdóttir kom inn á sem varamaður í lokin og kláraði því leikinn með systur sinni Margréti Láru Viðarsdóttur.

Sara Björk Gunnarsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir fengu báðar áminningu í leiknum.



Lið Íslands í leiknum i dag:

Markvörður: Þóra B. Helgadóttir

Hægri bakvörður: Rakel Hönnudóttir

(88. mínúta- Elísa Viðarsdóttir)

Miðvörður: Mist Edvardsdóttir

Miðvörður: Katrín Jónsdóttir fyrirliði

Vinstri bakvörður: Hallbera Guðný Gísladóttir

(74. mínúta - Guðný Björk Óðinsdóttir)

Tengiliður: Sara Björk Gunnarsdóttir

Tengiliður: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir

(63. mínúta - Katrín Ómarsdóttir)

Hægri kantur: Fanndís Friðriksdóttir

(71. mínúta - Harpa Þorsteinsdóttir)

Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir

(80. mínúta- Greta Mjöll Samúelsdóttir)

Sóknartengiliður: Dóra María Lárusdóttir

(84. mínúta - Thelma Björk Einarsdóttir)

Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×