Breski hnefaleikakappinn Derek Chisora hefur verið dæmdur í ótímabundið keppnisbann af Alþjóðahnefaleikasambandinu og sektaður um 20 milljónir króna.
Chisora gerði allt vitlaust á blaðamannafundum bæði fyrir og eftir bardaga sinn gegn Vitaly Klitschko á dögunum. Hann sló Klitschko á fyrri fundinum og spýtti vatni að bróður hans, Vladimir sem einnig er boxari.
Eftir bardagann lenti hann svo í orðaskaki við David Haye, annan breskan hnefaleikakappa, sem leiddi svo til slagsmála.
Chisora var handtekinn ef lögreglunni í Þýskalandi vegna þessa en bardaginn fór fram í München. Honum var síðar sleppt án kæru.
Í yfirlýsingu frá sambandinu segir að hegðun Chisora væri óásættanleg og að annað eins hafi vart sést hjá hnefaleikakappa í gegnum tíðina.
Chisora dæmdur í lífstíðarbann
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Sniðganga var rædd innan HSÍ
Handbolti




Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu
Íslenski boltinn

Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju
Enski boltinn


