Handbolti

Oscar Carlén fór í sína sjöttu hnéaðgerð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Feðgarnir Oscar og Per Carlén. Sá eldri var að þjálfa Hamburg þar til honum var sagt upp störfum skömmu fyrir áramót.
Feðgarnir Oscar og Per Carlén. Sá eldri var að þjálfa Hamburg þar til honum var sagt upp störfum skömmu fyrir áramót. Nordic Photos / Getty Images
Sænski handboltakappinn Oscar Carlén verður frá keppni næsta árið eftir að hann þurfti að gangast undir enn einu aðgerðina vegna þrálátra hnémeiðsla. Carlén er á mála hjá Hamburg í Þýskalandi.

Carlén hefur þrívegis slitið krossband í hné og hefur farið í sex hnéaðgerðir. Hann greindi frá því einnig í samtali við þýska fjölmiðla að hann hefur alls þrettán sinnum verið svæfður á ævinni. „Ég var líka mjög óheppinn í æsku," sagði hann.

Aðgerðin gekk vel en svo gæti farið að hann þurfi að leggja skóna á hilluna, ef endurhæfingin gengur ekki eftir óskum. „Þetta hafa verið mjög erfiðir mánuðir en mér hefur aldrei liðið verr en á þriðjudaginn. Þá lá fyrir að fara í aðgerð sem myndi hafa úrslitaáhrif um minn íþróttaferil."

„Læknarnir segja að aðgerðin hafi gengið vel. Það eina sem ég vil er að fá að spila fyrir fullri höll í Hamburg á nýjan leik."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×