Sjáið sigurmark Fanndísar á móti Kína
Fanndís kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik og skoraði eina mark leiksins fimmtán mínútum síðar eftir að hafa fengið flotta sendingu frá Hólmfríði Magnúsdóttur.
Nú er hægt að sjá svipmyndir frá leiknum á Sjónvarpsvef Vísis en hægt er að sjá myndbandið með því að smella hér fyrir ofan.
Margrét Lára Viðarsdóttir (skot í slá eftir 1:46 og mark sem dæmt var af eftir 3:05) og Harpa Þorsteinsdóttir (skot varið á línu eftir 4:10) komust næst því að skora en en sigurmark Fanndísar kemur eftir þrjár og hálfa mínútu í myndbandinu.
Tengdar fréttir
Sigurður Ragnar ánægður með Elísu
Elísa Viðarsdóttir, fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði kvennalandsliðsins í 1-0 sigri á Kína í gær. Elísa og systir hennar Margrét Lára Viðarsdóttir voru því saman í byrjunarliði í fyrsta sinn en Elísa lék við hlið fyrirliðans Katrínar Jónsdóttur í miðri vörninni.
Þær náðu mér allavega ekki í þetta skiptið
Íslenska kvennalandsliðið spilar um fimmta sætið í Algarve-bikarnum í ár eftir 1-0 sigur á Kína í lokaleik riðilsins í gær. Fanndís Friðriksdóttir kom inn á sem varamaður og tryggði íslenska liðinu leik um fimmta sætið sem verður á móti Dönum á miðvikudaginn.
Sigurður Ragnar: Íslensku stelpurnar voru mun betri
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, kvennalandsliðsþjálfari, var ánægður með leik liðsins í dag en íslensku stelpurnar unnu þá 1-0 sigur á Kína og tryggðu sér leik um fimmta sætið á mótinu. Sigurður Ragnar sagði það hafa aðeins verið tímaspursmál hvenær sigurmarkið kæmi en varamaðurinn Fanndís Friðriksdóttir skoraði það ellefu mínútum fyrir leikslok.
Vill ekki taka áhættu með Katrínu og Þórunni
Þórunn Helga Jónsdóttir og Katrín Ómarsdóttir gátu ekki spilað með íslenska kvennalandsliðinu í sigrinum á Kína í Algarvebikarnum í dag og Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, telur ólíklegt að þær geti verið með í leiknum um fimmta sætið sem verður á móti Dönum á miðvikudaginn. Þórunn Helga hefur ekkert spilað á mótinu og Katrín spilaði 27 síðustu mínúturnar í fyrsta leiknum á móti Þýskalandi.
Fanndís tryggði stelpunum sigur á Kína | Mæta Dönum í leik um 5. sætið
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tryggði sér leik um fimmta sætið á Algarve-bikarnum eftir 1-0 sigur á Kína í dag í lokaleik sínum í riðlinum. Fanndís Friðriksdóttir kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmarkið ellefu mínútum fyrir leikslok.