Handbolti

Búist við um 10 þúsund manns á landsleikinn í kvöld

Strákarnir eiga erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld.
Strákarnir eiga erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld.
Íslenska karlalandsliðið í handknattleik spilar vináttulandsleik við Þýskaland klukkan 19.00 í kvöld. Leikurinn fer fram í Mannheim á heimavelli Rhein-Neckar Löwen sem landsliðsþjálfarinn, Guðmundur Guðmundsson, þjálfar.

Ísland mætir til leiks með laskað lið enda eru lykilmenn fjarverandi. Menn eins og Ólafur Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Arnór Atlason og Aron Pálmarsson en þeir eru allir að leika með félagsliðum sínum í kvöld.

Leikurinn er því tækifæri fyrir marga leikmenn sem hafa ekki fengið mörg tækifæri með landsliðinu upp á síðkastið. Þeir fá að glíma við sterkt þýskt lið en aðeins þrír fastamenn eru fjarverandi í þýska liðinu.

Ísland er þess utan á erfiðum útivelli enda búist við um 10 þúsund manns á leikinn í kvöld.

"Þetta verður verðugt verkefni og áhugavert að sjá hvernig liðið okkar bregst við. Þar eru allir klárir í bátana og engin meiðsli," sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, við Vísi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×