Alls voru 168 áhorfendur mættir á Nesið í dag er Grótta tók á móti FH í mikilvægum leik í N1-deild kvenna. Leikurinn var jafn og spennandi en Grótta þó alltaf skrefi á undan og vann að lokum góðan þriggja marka sigur. Sunna María Einarsdóttir fór hamförum og skoraði tíu mörk.
Grótta komst með sigrinum upp fyrir KA/Þór og í sjötta sætið.
Leik Fram og ÍBV sem fram átti að fara í dag hefur verið frestað þar sem það gengur illa að komast frá Eyjum aldrei þessu vant.
Grótta-FH 27-24 (12-11)
Mörk Gróttu: Sunna María Einarsdóttir 10, Elín Helga Jónsdóttir 6, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 3, Tinna Laxdal 2, Björg Fenger 2, Sóley Arnarsdóttir 2, Unnur Ómarsdóttir 2.
Mörk FH: Ingibjörg Pálmadóttir 7, Kristrún Steinþórsdóttir 6, Berglind Ósk Björgvinsdóttir 3, Sigrún Jóhannsdóttir 1, Aníta Mjöll Ægisdóttir 1, Birna Íris Helgadóttir 1, Indíana Nanna Jóhannsdóttir 1, Salka Þórðardóttir 1.
