Nýliðar Sandnes Ulf gerðu 2-2 jafntefli við Viking í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld í lokaleik fyrstu umferðar. Íslendingurinn Steinþór Freyr Þorsteinsson lagði upp fyrra mark liðsins.
Sandnes Ulf komst tvisvar yfir í leiknum en Viking náði að tryggja sér jafntefli með marki Erik Nevland sex mínútum fyrir leikslok.
Steinþór Freyr Þorsteinsson lék allan leikinn á hægri kantinum hjá Sandnes Ulf og lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Gilles Ondo. Ondo lék með Grindavík í Pepsi-deild karla fyrir tveimur árum.
Henri Anier jafnaði metin fyrir Viking á 27. mínútu en Vegard Aanestad kom Sandnes Ulf aftur yfir á 59. mínútu.
