Rauð spjöld og markaveisla í sigri Rangers á Celtic Stefán Hirst Friðriksson skrifar 25. mars 2012 14:18 Nígeríumaðurinn, Sone Aluko fagnar marki sínu í dag. nordic photos/ getty images Rangers vann í dag 3-2 sigur á erkifjendum sínum Celtic í skosku deildinni á Ibrox, heimavelli Rangers. Leikurinn var eins og oft áður virkilega fjörugur, hart barist og fengu þrjú rauð spjöld að líta dagsins ljós. Rígur liðanna er gríðarlegur og var leikurinn sérstaklega þýðingarmikill í ljósi þess að Celtic hefðu getað tryggt sér titillinn með sigri í leiknum. Rangers fékk óskabyrjun strax á elleftu mínútu þegar Sone Aluko kom sínum mönnum yfir. Ekki vænkaðist hagur Celtic þegar varnarmaðurinn Du Ri Cha fékk að líta rauða spjaldið um miðjan fyrri hálfleikinn. Victor Wanyama, leikmaður Celtic fékk að líta rauða spjaldið á 57. mínútu og voru því Celtic orðnir níu á móti ellefu leikmönnum Rangers. Ljóst var að róðurinn yrði þungur fyrir Celtic og nýttu Rangers sér liðsmuninn og skoruðu tvö mörk með stuttu millibili. Fyrst var það Andrew Little á 72. mínútu og bætti svo Lee Wallace við marki fimm mínútum síðar. Lokamínúturnar voru fjörlegar og fékk Carlos Bocanegra, leikmaður Rangers að líta rauða spjaldið fyrir brot innan vítateigs á 89 mínútu. Scott Brown, fyrirliði Celtic skoraði úr vítaspyrnunni. Celtic tókst að minnka muninn í eitt mark aðeins mínútu síðar en þar var að verki Thomas Rogne. Lengra komust Celtic menn ekki og 3-2 sigur Rangers því staðreynd. Nokkuð ljóst er að Celtic mun hampa titlinum í lok tímabils enda munurinn á liðunum heil átján stig þegar sjö umferðir eru eftir. Sigurinn var þó gríðarlega kærkominn fyrir lið Rangers enda liðið búið að vera í mikilli upplausn að undanförnu vegna fjárhagsvandræða. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira
Rangers vann í dag 3-2 sigur á erkifjendum sínum Celtic í skosku deildinni á Ibrox, heimavelli Rangers. Leikurinn var eins og oft áður virkilega fjörugur, hart barist og fengu þrjú rauð spjöld að líta dagsins ljós. Rígur liðanna er gríðarlegur og var leikurinn sérstaklega þýðingarmikill í ljósi þess að Celtic hefðu getað tryggt sér titillinn með sigri í leiknum. Rangers fékk óskabyrjun strax á elleftu mínútu þegar Sone Aluko kom sínum mönnum yfir. Ekki vænkaðist hagur Celtic þegar varnarmaðurinn Du Ri Cha fékk að líta rauða spjaldið um miðjan fyrri hálfleikinn. Victor Wanyama, leikmaður Celtic fékk að líta rauða spjaldið á 57. mínútu og voru því Celtic orðnir níu á móti ellefu leikmönnum Rangers. Ljóst var að róðurinn yrði þungur fyrir Celtic og nýttu Rangers sér liðsmuninn og skoruðu tvö mörk með stuttu millibili. Fyrst var það Andrew Little á 72. mínútu og bætti svo Lee Wallace við marki fimm mínútum síðar. Lokamínúturnar voru fjörlegar og fékk Carlos Bocanegra, leikmaður Rangers að líta rauða spjaldið fyrir brot innan vítateigs á 89 mínútu. Scott Brown, fyrirliði Celtic skoraði úr vítaspyrnunni. Celtic tókst að minnka muninn í eitt mark aðeins mínútu síðar en þar var að verki Thomas Rogne. Lengra komust Celtic menn ekki og 3-2 sigur Rangers því staðreynd. Nokkuð ljóst er að Celtic mun hampa titlinum í lok tímabils enda munurinn á liðunum heil átján stig þegar sjö umferðir eru eftir. Sigurinn var þó gríðarlega kærkominn fyrir lið Rangers enda liðið búið að vera í mikilli upplausn að undanförnu vegna fjárhagsvandræða.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira