Björn Bergmann lofaður í hástert í Noregi Stefán Hirst Friðriksson skrifar 25. mars 2012 15:00 Björn Bergmann á ekki langt að sækja knattspyrnuhæfleikana en hann er hálfbróðir Jóhannesar Karls, Bjarna og Þórðar Guðjónssonar. nordic photos/ghetty images Magnus Haglund, þjálfari Lillestrøm, var óánægður með leik sinna manna i jafnteflinu við nýliða Hønefoss í fyrstu umferð norsku deildarinnar sem hófst á föstudaginn. Hann ásamt landsliðsmiðverðinum Kristjáni Erni Sigurðssyni, leikmanni Hønefoss, fór fögrum orðum um Björn Bergmann Sigurðarson eftir leik. Haglund var ánægður með sinn mann og sagði hann sennilega ekki verða mikið lengur í norsku deildinni. „Á stórum köflum í leikjum er hann stórkostlegur. Hann er frábær leikmaður og getum við vonandi haldið honum sem lengst innan okkar raða. Það mun eitthvert stórt lið sækjast eftir þjónustu hann fyrr en síðar og getum við ekkert gert í því. Það er enginn leikmaður í Skandinavíu, tuttugu og þriggja ára og yngri sem kemst í hálfkvist við Björn Bergmann," sagði Haglund í samtali við Nettavisen. Kristján Örn tók í sama streng og sagði hann að Björn ætti eftir að ná langt í boltanum. „Hann er ennþá mjög ungur en hann er virkilega hæfileikaríkur. Hann hefur allt til alls til þess að ná langt," sagði Kristján Örn. Heldur sér á jörðinni þrátt fyrir áhuga stórliðaSögusagnir voru á lofti í vikunni um að ítölsku stórliðin Juventus, Inter og AC Milan væru að fylgjast með Birni Bergmann. Hann tekur þó slíkum sögusögnum með fyrirvara en segir þær vissulega spennandi. „Strákarnir í liðinu sögðu mér frá þessu. Það eru alltaf einhverjar sögusagnir í fótboltanum þannig að maður veit ekki hversu mikið er að marka þetta. En það væri vissulega frábært ef þeir væru að skoða mig þar sem þetta eru lið á heimsmælikvarða," sagði Björn Bergmann. „Ég er ekkert að flýta mér að komast að hjá einhverju stórliði. Ég reyni bara að gera mitt besta fyrir Lillestrøm og er það ómögulegt að segja hvenær ég tek næsta skrefið á ferlinum," bætti Björn við. „Ég þarf fyrst og fremst að einbeita mér að að mínum eigin leik og ég þyrfti ég að fara að skora fleiri mörk. Ég hef ekki verið alveg nógu duglegur við að setja boltann í netið og ætla ég að bæta það," sagði Björn Bergmann að lokum. Erlendar Fótbolti Íþróttir Tengdar fréttir Markalaust í Íslendingaslagnum í norska boltanum Fjórir Íslendingar komu við sögu í markalausu jafntefli Hönefoss og Lilleström í fyrstu umferð norska boltans í dag. 24. mars 2012 19:15 Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira
Magnus Haglund, þjálfari Lillestrøm, var óánægður með leik sinna manna i jafnteflinu við nýliða Hønefoss í fyrstu umferð norsku deildarinnar sem hófst á föstudaginn. Hann ásamt landsliðsmiðverðinum Kristjáni Erni Sigurðssyni, leikmanni Hønefoss, fór fögrum orðum um Björn Bergmann Sigurðarson eftir leik. Haglund var ánægður með sinn mann og sagði hann sennilega ekki verða mikið lengur í norsku deildinni. „Á stórum köflum í leikjum er hann stórkostlegur. Hann er frábær leikmaður og getum við vonandi haldið honum sem lengst innan okkar raða. Það mun eitthvert stórt lið sækjast eftir þjónustu hann fyrr en síðar og getum við ekkert gert í því. Það er enginn leikmaður í Skandinavíu, tuttugu og þriggja ára og yngri sem kemst í hálfkvist við Björn Bergmann," sagði Haglund í samtali við Nettavisen. Kristján Örn tók í sama streng og sagði hann að Björn ætti eftir að ná langt í boltanum. „Hann er ennþá mjög ungur en hann er virkilega hæfileikaríkur. Hann hefur allt til alls til þess að ná langt," sagði Kristján Örn. Heldur sér á jörðinni þrátt fyrir áhuga stórliðaSögusagnir voru á lofti í vikunni um að ítölsku stórliðin Juventus, Inter og AC Milan væru að fylgjast með Birni Bergmann. Hann tekur þó slíkum sögusögnum með fyrirvara en segir þær vissulega spennandi. „Strákarnir í liðinu sögðu mér frá þessu. Það eru alltaf einhverjar sögusagnir í fótboltanum þannig að maður veit ekki hversu mikið er að marka þetta. En það væri vissulega frábært ef þeir væru að skoða mig þar sem þetta eru lið á heimsmælikvarða," sagði Björn Bergmann. „Ég er ekkert að flýta mér að komast að hjá einhverju stórliði. Ég reyni bara að gera mitt besta fyrir Lillestrøm og er það ómögulegt að segja hvenær ég tek næsta skrefið á ferlinum," bætti Björn við. „Ég þarf fyrst og fremst að einbeita mér að að mínum eigin leik og ég þyrfti ég að fara að skora fleiri mörk. Ég hef ekki verið alveg nógu duglegur við að setja boltann í netið og ætla ég að bæta það," sagði Björn Bergmann að lokum.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Tengdar fréttir Markalaust í Íslendingaslagnum í norska boltanum Fjórir Íslendingar komu við sögu í markalausu jafntefli Hönefoss og Lilleström í fyrstu umferð norska boltans í dag. 24. mars 2012 19:15 Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira
Markalaust í Íslendingaslagnum í norska boltanum Fjórir Íslendingar komu við sögu í markalausu jafntefli Hönefoss og Lilleström í fyrstu umferð norska boltans í dag. 24. mars 2012 19:15