Handbolti

Öruggur sigur Íslands í Sviss

Systurnar Dagný og Hranfhildur Skúladætur fögnuðu í kvöld.
Systurnar Dagný og Hranfhildur Skúladætur fögnuðu í kvöld. mynd/pjetur
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik fékk sín fyrstu stig í undankeppni EM í kvöld er það lagði Sviss af velli, 19-26, í St. Gallen.

Íslenska liðið með undirtökin allan leikinn og leiddi með þriggja marka mun í hálfleik, 12-15.

Sá munur jókst aðeins eftir því sem leið á síðari hálfleikinn og sannfærandi sigur íslenska liðsins staðreynd.

Stella Sigurðardóttir var markahæst í liði Íslands með sjö mörk. Rut Jónsdóttir og Karen Knútsdóttir skoruðu báðar fjögur mörk. Guðný Jenný Ásmundsdóttir varði 20 skot í markinu.

Liðin mætast aftur á sunnudaginn í Vodafone-höllinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×