Rúrik Gíslason setur stefnuna hátt | viðtal úr Boltanum á X977 Valtýr Björn Valtýsson skrifar 21. mars 2012 10:15 Eins og sjá má á myndinni var vinstri hlutinn á enni Rúriks gríðarlega bólginn eftir höggið sem hann varð fyrir í leik með OB í dönsku úrvalsdeildinni. twittersíða Rúriks. Rúrik Gíslason leikmaður danska liðsins OB og íslenska landsliðsins var í viðtali í gær í Boltanum á X-inu 977. Hann lenti í óhappi í leik OB og Lyngby um síðustu helgi og fékk mikið höfuðhögg. Heljarstórt horn myndaðist fyrir ofan augabrún og Rúrik lýsti atvikinu í viðtalinu. Hann var þó ekki alveg viss um hvað gerðist og neitaði í fyrstu að fara útaf. En sem betur fer réði hann því ekki. OB hefur ekki gengið alveg sem skyldi og liðið er í 8. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar en þrír leikir eru búnir eftir hlé. Rúrik lenti í lok síðasta árs í deilum við þjálfara sinn en Rúrik lét hafa eftir sér í viðtali að honum þætti samkeppnin í liðinu ekki sanngjörn á stundum. Nokkuð var rætt um þessi ummæli í fjölmiðlum og blásið upp að nokkru leyti að mati Rúriks. Hann segir þó að allt sé í góðu í dag á milli þeirra og nú sé bara að standa sig. Rúrik segist vera mjög metnaðargjarn og hann stefni hátt enda er kappinn aðeins 24 ára gamall. Hann ætlar sér að komast til stærra félags þó svo að honum líki mjög vel dvölin í Danmörku. Rúrik var spurður að því hver tíminn væri á honum í 100 metra hlaupi og 60 metra hlaupi en hann sagðist ekki muna það. Þó upplýsti hann að samkvæmt mælingum í janúar væri hann fljótastur í liðinu. Aðspurður um landsliðið og nýjan þjálfara sagði Rúrik að honum litist vel á þetta. Það væri vissulega möguleiki núna í riðlinum og að hann væri að upplifa nýja hluti með Lars Lagerback. Rúrik sagði einnig að sú gagnrýni sem Ólafur Jóhannesson fékk á tímabili hafi verið ósanngjörn að hans mati. Það hafi verið kynslóðaskipti í liðinu og að gagnrýnin hafi verið full hörð. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Leik lokið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira
Rúrik Gíslason leikmaður danska liðsins OB og íslenska landsliðsins var í viðtali í gær í Boltanum á X-inu 977. Hann lenti í óhappi í leik OB og Lyngby um síðustu helgi og fékk mikið höfuðhögg. Heljarstórt horn myndaðist fyrir ofan augabrún og Rúrik lýsti atvikinu í viðtalinu. Hann var þó ekki alveg viss um hvað gerðist og neitaði í fyrstu að fara útaf. En sem betur fer réði hann því ekki. OB hefur ekki gengið alveg sem skyldi og liðið er í 8. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar en þrír leikir eru búnir eftir hlé. Rúrik lenti í lok síðasta árs í deilum við þjálfara sinn en Rúrik lét hafa eftir sér í viðtali að honum þætti samkeppnin í liðinu ekki sanngjörn á stundum. Nokkuð var rætt um þessi ummæli í fjölmiðlum og blásið upp að nokkru leyti að mati Rúriks. Hann segir þó að allt sé í góðu í dag á milli þeirra og nú sé bara að standa sig. Rúrik segist vera mjög metnaðargjarn og hann stefni hátt enda er kappinn aðeins 24 ára gamall. Hann ætlar sér að komast til stærra félags þó svo að honum líki mjög vel dvölin í Danmörku. Rúrik var spurður að því hver tíminn væri á honum í 100 metra hlaupi og 60 metra hlaupi en hann sagðist ekki muna það. Þó upplýsti hann að samkvæmt mælingum í janúar væri hann fljótastur í liðinu. Aðspurður um landsliðið og nýjan þjálfara sagði Rúrik að honum litist vel á þetta. Það væri vissulega möguleiki núna í riðlinum og að hann væri að upplifa nýja hluti með Lars Lagerback. Rúrik sagði einnig að sú gagnrýni sem Ólafur Jóhannesson fékk á tímabili hafi verið ósanngjörn að hans mati. Það hafi verið kynslóðaskipti í liðinu og að gagnrýnin hafi verið full hörð.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Leik lokið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira