Handbolti

Einar búinn að semja við Magdeburg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Einar Hólmgeirsson eftir að hann skrifaði undir samninginn.
Einar Hólmgeirsson eftir að hann skrifaði undir samninginn. Mynd/www.scm-gladiators.de
Eins og Vísir greindi frá í gær mun Einar Hólmgeirsson spila með Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni til lokatímabilsins. Hann skrifaði undir samning þess efnis í dag.

Einari er ætlað að fylla í skarð Jure Natek sem er frá vegna meiðsla. Einar hefur sjálfur verið að glíma við erfið hnémeiðsli og hefur verið án félags síðan í sumar.

Hjá Magdeburg hittir hann fyrir landsliðsmarkvörðinn Björgvin Pál Gústavsson en hann hefur áður spilað með Grosswallstadt og Flensburg í Þýskalandi. Óvíst var hvort hann myndi spila handbolta á ný en hann þótti standa sig vel á æfingum með liðinu í vikunni.

„Vonandi held ég heilsunni og get um leið hjálpað Magdeburg," sagði Einar í viðtali á heimasíðu félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×