Matthías Vilhjálmsson skoraði tvö mörk fyrir Start þegar liðið gerði 4-4 jafntefli við Sarpsborg 08 á útivelli í fyrstu umferð norsku b-deildarinnar í dag. Haraldur Björnsson stóð í marki Sarpsborg í leiknum.
Matthías skoraði mörkin sín á 32. og 48. mínútu leiksins en seinna markið kom Start í 3-0. Sarpsborg skoraði þá þrjú mörk gegn einu og næstu tíu mínútum og tryggði sér síðan stig með því að jafna metin á þriðju mínútu í uppbótartíma.
Matthías lék í framlínu Start en var tekinn útaf á 76. mínútu leiksins þegar staðan var 4-3 fyrir Start. Fyrra markið hans kom af stuttu færi eftir fyrirgjöf en það seinna skoraði hann eftir að hafa sloppið einn í gegn á móti Haraldi.
Matthías skoraði tvö mörk hjá Haraldi í 4-4 jafntefli
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun
Enski boltinn






Gunnar tekur aftur við Haukum
Handbolti

Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu
Enski boltinn