Golf

Masters 2012: Hver er Bubba Watson?

Gerry "Bubba" Watson er fæddur árið 1978 og hann hefur verið þekktur fyrir gríðarlega högglengd sína á PGA mótaröðinni. Þetta er fyrsti sigur hans á einu af risamótunum fjórum en hann tapaði í bráðabana á PGA meistaramótinu árið 2010 gegn Þjóðverjanum Martin Kaymer.

Watson er örvhentur og það er ótrúlegt að á síðustu 10 árum hafa 5 örvhentir kylfingar sigrað á Mastersmótinu. Hann er einn af fáum kylfingum á PGA mótaröðinni sem geta slegið um 290 metra upphafshögg að meðaltali og lengstu högg hans eru allt að 330 metrar.

Þetta er aðeins fimmti sigur Watson á atvinnumóti en hann hefur sigrað á 3 PGA mótum og 2 öðrum atvinnumótum. Hann gerðist atvinnukylfingur árið 2004 þar sem hann lék á Nationwide mótaröðinni sem er næst sterkasta atvinnumótaröðin í Bandaríkjunum á eftir PGA mótaröðinni. Hann endaði í 21. sæti á Nationwide mótaröðinni árið 2005 og var hann sá síðasti sem tryggði sér keppnisrétt á PGA mótaröðinni með þeim árangri.

Fyrsti sigur hans á PGA mótaröðinni var árið 2010 þar sem hann hafði betur í bráðabana á Cromwell meistaramótinu gegn Corey Pavin og Scott Verplank.

Watson hefur gengið í gegnum ýmislegt í einkalífinu. Faðir hansm , Gerry, lést í október árið 2010 en hann var með krabbamein í hálsi. Hann er giftur fyrrum körfboltakonu, Angie, sem er rétt rúmlega 1.93 m á hæð og þau ættleiddu barn fyrir um fjórum vikum síðan. Watson var í miklum vafa um að taka þátt á Mastersmótinu í ár þar sem að svo stutt var síðan að ættleiðingin átti sér stað.

Watson er hluti af skemmtilegu verkefni sem fjórir atvinnukylfingar á PGA mótaröðinni standa að. Hann er í "strákabandinu" Golf Boys sem er góðgerðaverkefni. Þar syngur hann lög ásamt þeim Rickie Fowler, Hunter Mahan og Ben Crane og má sjá afraksturinn í myndbandinu hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Masters 2012: Gríðarleg spenna | rástímar á lokadeginum

Gríðarleg spenna er fyrir lokahringinn á fyrsta stórmóti ársins í golfíþróttinni en það skýrist í kvöld hver sigrar á Mastersmótinu árið 2012. Keppt er á Augusta vellinum í Georgíu en bein útsending hefst á Stöð 2 sport kl. 18:00. Svínn Peter Hanson er efstur á -9 en höggi á eftir kemur Phil Mickelson frá Bandaríkjunum, þeir hefja leik 18:40.

Versti árangur Tiger Woods á Mastersmótinu frá 1996

Tiger Woods var vægast langt frá sínu besta á Masters-mótinu í golfi en hann endaði á því að spila fjórða og síðasta hringinn á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Tiger lék hringina fjóra á 293 höggum eða fimm yfir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×