Lúxus hafragrautur - Bestur á morgnana eða milli mála 5. apríl 2012 11:00 „Hafragrauturinn er mitt uppáhald og er fastur liður á nánast hverjum degi," segir Elísabet Margeirsdóttir, löggiltur næringarfræðingur og veðurfréttakona. „Ég fæ mér hafragrautinn yfirleitt í morgunmat en finnst líka gott að gera auka skammt af grautnum til hafa með mér í nesti í vinnuna. Grauturinn er nefnilega fínn kaldur og hentugt að fá sér hann sem millimáltíð seinni partinn eða nota hann í léttri máltíð.“Lúxus hafragrautur fyrir tvo:-2 dl tröllahafrar-6 dl vatn-2 tsk chia fræ -Smá salt -Kanill eftir smekk Hafrar, chia fræ og vatn sett saman í pott. Stillið á hæsta hita og bíðið eftir að suðan kemur upp. Slökkvið næst undir og byrjið að hræra í grautnum. Stundum er gott að taka pottinn af hellunni og lengja þannig eldunartímann ef þið eruð t.d. að hella upp á kaffi í leiðinni. Hrærið í grautnum þar til hafrarnir og fræin hafa tekið mest allt vatnið í sig. Chia fræin eru mjög næringarrík og gefa grautnum skemmtilega og góða áferð. Kryddið grautinn með kanil eftir smekk og skiptið honum í tvær skálar eða nestisbox.Gott er að setja ofan á grautinn: - Hálfan bolla af hreinu skyri eða jógúrt - 1/2 bolla af 1-2 tegundum af ávöxtum (t.d. banana, epli, peru eða ber) - 1 msk sykurlaust múslí - 1 msk hnetur (t.d. pecan, valhnetur eða möndlur) gróft saxaðar - 2 döðlur smátt skornar eða annan þurrkaðan ávöxt - 1 tsk hreint hnetusmjör Morgunmatur Uppskriftir Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur
„Hafragrauturinn er mitt uppáhald og er fastur liður á nánast hverjum degi," segir Elísabet Margeirsdóttir, löggiltur næringarfræðingur og veðurfréttakona. „Ég fæ mér hafragrautinn yfirleitt í morgunmat en finnst líka gott að gera auka skammt af grautnum til hafa með mér í nesti í vinnuna. Grauturinn er nefnilega fínn kaldur og hentugt að fá sér hann sem millimáltíð seinni partinn eða nota hann í léttri máltíð.“Lúxus hafragrautur fyrir tvo:-2 dl tröllahafrar-6 dl vatn-2 tsk chia fræ -Smá salt -Kanill eftir smekk Hafrar, chia fræ og vatn sett saman í pott. Stillið á hæsta hita og bíðið eftir að suðan kemur upp. Slökkvið næst undir og byrjið að hræra í grautnum. Stundum er gott að taka pottinn af hellunni og lengja þannig eldunartímann ef þið eruð t.d. að hella upp á kaffi í leiðinni. Hrærið í grautnum þar til hafrarnir og fræin hafa tekið mest allt vatnið í sig. Chia fræin eru mjög næringarrík og gefa grautnum skemmtilega og góða áferð. Kryddið grautinn með kanil eftir smekk og skiptið honum í tvær skálar eða nestisbox.Gott er að setja ofan á grautinn: - Hálfan bolla af hreinu skyri eða jógúrt - 1/2 bolla af 1-2 tegundum af ávöxtum (t.d. banana, epli, peru eða ber) - 1 msk sykurlaust múslí - 1 msk hnetur (t.d. pecan, valhnetur eða möndlur) gróft saxaðar - 2 döðlur smátt skornar eða annan þurrkaðan ávöxt - 1 tsk hreint hnetusmjör
Morgunmatur Uppskriftir Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur