Syngur lag eftir Jóa Helga á næstu plötu Birgir Örn Steinarsson skrifar 2. apríl 2012 11:23 Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant sem er staddur hérlendis að vinna aðra breiðskífu sína ætlar að gefa út útgáfu sína af laginu Ástarsorg eftir Jóhann Helgason á væntanlegri annarri breiðskífu sinni. Ekki nóg með það, heldur ætlar hann að syngja íslenskan texta lagsins. Frá þessu greindi hann í útvarpsþættinum Vasadiskó á X-inu í gær. John greindi einnig frá því að hann ætli sér að flytja lagið með Helga Björnssyni á tónleikum þann 17. júní en þeir félgarar eru góðum kunnir eftir að hafa flutt lag saman í Hljómskálanum. Í viðtalinu greindi hann einnig frá því að hann hefði kynnt sér töluvert af íslenskri tónlist frá því að hann kom hingað í janúar. Hann segist hrifinn af Hjálmum, Sing Fan, diskódúettnum Þú og ég og Hauk Morthens. John Grant vinnur nú hörðum höndum með tónlistarmanninum Birgi Þórarinssyni, sem flestir þekkja sem Bigga Veiru úr GusGus. Hann greindi frá því í viðtalinu að það sé töluverð þróun á hljóm hans á nýju plötunni, enda hefur hann hingað til ekki stuðst mikið við raftónlist, en segir þó að hann sé ekki tapa sínum séreinkennum. Frumraun John Grant, platan Queen of Denmark, hefur hlotið lof víða um heim en hún var m.a. valin plata ársins hjá tónlistartímaritinu Mojo árið 2010. Textar plötunnar þykja líka magnaðir en þar gerir John upp alkahólisma sinn og það ferli sem hann gekk í gegnum við að koma út úr skápnum. Fylgist með Vasadiskó á Fésbókinni. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant sem er staddur hérlendis að vinna aðra breiðskífu sína ætlar að gefa út útgáfu sína af laginu Ástarsorg eftir Jóhann Helgason á væntanlegri annarri breiðskífu sinni. Ekki nóg með það, heldur ætlar hann að syngja íslenskan texta lagsins. Frá þessu greindi hann í útvarpsþættinum Vasadiskó á X-inu í gær. John greindi einnig frá því að hann ætli sér að flytja lagið með Helga Björnssyni á tónleikum þann 17. júní en þeir félgarar eru góðum kunnir eftir að hafa flutt lag saman í Hljómskálanum. Í viðtalinu greindi hann einnig frá því að hann hefði kynnt sér töluvert af íslenskri tónlist frá því að hann kom hingað í janúar. Hann segist hrifinn af Hjálmum, Sing Fan, diskódúettnum Þú og ég og Hauk Morthens. John Grant vinnur nú hörðum höndum með tónlistarmanninum Birgi Þórarinssyni, sem flestir þekkja sem Bigga Veiru úr GusGus. Hann greindi frá því í viðtalinu að það sé töluverð þróun á hljóm hans á nýju plötunni, enda hefur hann hingað til ekki stuðst mikið við raftónlist, en segir þó að hann sé ekki tapa sínum séreinkennum. Frumraun John Grant, platan Queen of Denmark, hefur hlotið lof víða um heim en hún var m.a. valin plata ársins hjá tónlistartímaritinu Mojo árið 2010. Textar plötunnar þykja líka magnaðir en þar gerir John upp alkahólisma sinn og það ferli sem hann gekk í gegnum við að koma út úr skápnum. Fylgist með Vasadiskó á Fésbókinni.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira