Mario Gomez tryggði Bayern sigur á Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2012 18:15 Mynd/Nordic Photos/Getty Bayern München hélt áfram sigurgöngu sinni á Allianz Arena í kvöld þegar liðið vann Real Madrid 2-1 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Bayern hefur þar með unnið alla sjö heimaleiki sína í keppninni á þessu tímabili og Real Madrid tókst ekki að bæta úr döpru gengi sínu á þýskri grundu. Mario Gomez var hetja Bayern þegar hann skoraði sigurmarkið á lokamínútu venjulegs leiktíma en hann hefur þar með skorað tólf mörk í tíu leikjum í keppninni. Mesut Özil hafði jafnað fyrir Real Madrid í upphafi seinni hálfleiksins en Bæjarar áttu góðan endasprett og tryggðu sér mikilvægan sigur. Real Madrid byrjaði vel og Karem Benzema fékk flott færi strax á áttundu mínútu eftir flotta stungusendingu frá Mesut Özil en Manuel Neuer varði vel frá honum. Bayern tók öll völd á vellinum eftir smá vandræði í byrjun og Real Madrid komst lítið áleiðis eftir það. Bayern var búið að eiga nokkrar lofandi sóknir þegar kom að fyrsta marki leiksins. Franck Ribery kom Bayern í 1-0 strax á 17. mínútu þegar boltinn barst til hans í teignum eftir fasta hornspyrnu Toni Kroos. Ribery skoraði með föstu óverjandi skoti en skömmu áður hafði hann lent upp á kant við varnarmenn Real þegar hann reyndi að fiska vítaspyrnu. Endursýning af markinu leiddi þó í ljós að Luiz Gustavo Dias var líklega rangstæður þegar hann stóð fyrir framan Iker Casillas í marki Real Madrid. Real Madrid ógnaði strax í skyndisóknum sínum í upphafi seinni hálfleiks. Jerome Boateng komst fyrir skot frá Karim Benzema á 50. mínútu en þremur mínútum síðar náði Mesut Özil síðan að jafna leikinn. Cristiano Ronaldo slapp þá einn í gegn en átti skelfilegt skot sem Neuer varði. Real náði frákastinu og boltinn endaði að lokum aftur á Ronaldo sem sendi boltann fyrir á Özil sem skoraði af mjög stuttu færi. Vörn Bæjara sofnaði þarna algjörlega á verðinum. Thomas Müller kom inn á sem varamaður á 61. mínútu og lífgaði mikið upp á sóknarleik liðsins sem var búinn að vera daufur í seinni hálfleiknum. Tíu mínútum síðar fékk Mario Gomez algjört dauðfæri eftir aukaspyrnu en skot hans fór yfir. Skömmu síðar skallaði Gomez yfir eftir góða fyrirgjöf Philipp Lahm og pressa Bæjara var að aukast hægt og rólega. Mario Gomez vildi fá vítaspyrnu á 87. mínútu en það leit út fyrir hann hefði verið búinn að missa boltann eftir tæklingu frá Sergio Ramos. Gomez var þó ekki búinn að syngja sitt síðasta því hann skoraði á 90. mínútu eftir enn eina fyrirgjöf frá Philipp Lahm sem átti stórleik í kvöld. Það reyndist vera sigurmark leiksins. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Bayern München hélt áfram sigurgöngu sinni á Allianz Arena í kvöld þegar liðið vann Real Madrid 2-1 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Bayern hefur þar með unnið alla sjö heimaleiki sína í keppninni á þessu tímabili og Real Madrid tókst ekki að bæta úr döpru gengi sínu á þýskri grundu. Mario Gomez var hetja Bayern þegar hann skoraði sigurmarkið á lokamínútu venjulegs leiktíma en hann hefur þar með skorað tólf mörk í tíu leikjum í keppninni. Mesut Özil hafði jafnað fyrir Real Madrid í upphafi seinni hálfleiksins en Bæjarar áttu góðan endasprett og tryggðu sér mikilvægan sigur. Real Madrid byrjaði vel og Karem Benzema fékk flott færi strax á áttundu mínútu eftir flotta stungusendingu frá Mesut Özil en Manuel Neuer varði vel frá honum. Bayern tók öll völd á vellinum eftir smá vandræði í byrjun og Real Madrid komst lítið áleiðis eftir það. Bayern var búið að eiga nokkrar lofandi sóknir þegar kom að fyrsta marki leiksins. Franck Ribery kom Bayern í 1-0 strax á 17. mínútu þegar boltinn barst til hans í teignum eftir fasta hornspyrnu Toni Kroos. Ribery skoraði með föstu óverjandi skoti en skömmu áður hafði hann lent upp á kant við varnarmenn Real þegar hann reyndi að fiska vítaspyrnu. Endursýning af markinu leiddi þó í ljós að Luiz Gustavo Dias var líklega rangstæður þegar hann stóð fyrir framan Iker Casillas í marki Real Madrid. Real Madrid ógnaði strax í skyndisóknum sínum í upphafi seinni hálfleiks. Jerome Boateng komst fyrir skot frá Karim Benzema á 50. mínútu en þremur mínútum síðar náði Mesut Özil síðan að jafna leikinn. Cristiano Ronaldo slapp þá einn í gegn en átti skelfilegt skot sem Neuer varði. Real náði frákastinu og boltinn endaði að lokum aftur á Ronaldo sem sendi boltann fyrir á Özil sem skoraði af mjög stuttu færi. Vörn Bæjara sofnaði þarna algjörlega á verðinum. Thomas Müller kom inn á sem varamaður á 61. mínútu og lífgaði mikið upp á sóknarleik liðsins sem var búinn að vera daufur í seinni hálfleiknum. Tíu mínútum síðar fékk Mario Gomez algjört dauðfæri eftir aukaspyrnu en skot hans fór yfir. Skömmu síðar skallaði Gomez yfir eftir góða fyrirgjöf Philipp Lahm og pressa Bæjara var að aukast hægt og rólega. Mario Gomez vildi fá vítaspyrnu á 87. mínútu en það leit út fyrir hann hefði verið búinn að missa boltann eftir tæklingu frá Sergio Ramos. Gomez var þó ekki búinn að syngja sitt síðasta því hann skoraði á 90. mínútu eftir enn eina fyrirgjöf frá Philipp Lahm sem átti stórleik í kvöld. Það reyndist vera sigurmark leiksins.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira