Fótbolti

Óvæntur útisigur Sogndal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Veigar Páll í leik með íslenska landsliðinu.
Veigar Páll í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Anton
Veigar Páll Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Vålerenga er liðið tapaði fyrir Sogndal á heimavelli sínum, 2-0, í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Fyrir tímabilið var talið að Vålerenga yrði í toppbaráttu norsku úrvalsdeildarinnar en Sogndal í fallbaráttu. Síðarnefnda liðið hefur þó byrjað tímabilið vel og enn ekki tapað leik í fyrstu fimm umferðunum.

Sogndal er í öðru sæti deildarinnar með níu stig, einu stigi á eftir toppliði Tromsö. Vålerenga er í sjötta sætinu með sjö stig.

Veigar Páll var í byrjunarliðinu í fyrsta leik tímabilsins en hefur síðan þá ekkert spilað með Vålerenga.

Þess má geta að í sænsku B-deildinni gerðu Ljungskile og Halmstad markalaust jafntefli. Guðjón Baldvinsson og Kristinn Steinþórsson voru í byrjunarliði Halmstad en Jónas Guðni Sævarsson var á bekknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×