Handbolti

Þorgrímur Smári semur við Val

Þorgrímur í leik með Gróttu í vetur.
Þorgrímur í leik með Gróttu í vetur.
Valsmenn hafa fengið fínan liðsstyrk í handboltanum því miðjumaðurinn Þorgrímur Smári Ólafsson er genginn í raðir félagsins frá Gróttu.

Þorgrímur Smári er 22 ára gamall. Hann er uppalinn hjá ÍR en lék með Gróttu síðasta vetur og stóð sig nokkuð vel. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Valsmenn.

Miðjumaðurinn er hluti af hinu sigursæla 1990-landsliði Íslands sem náði meðal annars að fara í úrslit á HM í Túnis.

Svo hefur Finnur Ingi Stefánsson framlengt samningi sínum við Valsmenn til tveggja ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×