Golf

Eimskipsmótaröðin: Ólafía styrkir stöðu sína | vallarmetið er í hættu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR slær hér á 9. teig á Hólmsvelli í Leiru í dag.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR slær hér á 9. teig á Hólmsvelli í Leiru í dag. seth
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er með frábæra stöðu fyrir síðustu 9 holurnar í kvennaflokki á Eimskipsmótaröðinni í golfi. Íslandsmeistarinn lék fyrri 9 holurnar í dag á 33 höggum eða -3 og er hún samtals á +1.

Hún er með fjögurra högga forskot á Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur úr Keili en hún lék fyrri 9 holurnar á -2 eða 34 höggum. Anna Sólveig Kristinsdóttir úr Keli er þriðja á +11 samtals en hún lék fyrri 9 holurnar í dag á 38 höggum eða +2.

Aðstæður eru mjög góðar á Hólmsvelli í Leiru í dag og vallarmetið á bláum teigum er í stórhættu. Ólafía er sem stendur á -3 í dag og er hún til alls líkleg í framhaldinu. Tinna Jóhannsdóttir á vallarmetið á bláum teigum á Hólmsvelli, -3 eða 69 högg sem hún setti á Íslandsmótinu í höggleik fyrir ári síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×