Yfirlögregluþjónn kærir falsaða undirskrift á lista Ástþórs VG skrifar 25. maí 2012 13:26 Frá Akureyri. Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri, hefur kært fölsun á undirskrift sinni á meðmælandalista Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda í Norðausturkjördæmi, til lögreglunnar. Hann sagði í viðtali við RÚV í hádeginu að hann hefði fengið að skoða umræddan listann, þar sem í ljós kom að einhver hefur skrifað nafn hans á listann án hans vitneskju. Fram kom á Vísi í gær að yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis hefði gert svokallaðar stikkprufur á lista Ástþórs. Hringt var að minnsta kost í tíu manns, enginn kannaðist við að hafa sett nafn sitt á listann til stuðnings framboði Ástþórs. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Ástþór að hann væri ekki með neinar sannanir í höndunum um að undirskriftirnar væru falsaðar. Hann benti meðal annars á þann möguleika að fólk svaraði ekki heiðarlega um skoðanir sínar þegar yfirvald hringdi í það og innti eftir því hvort það hefði skrifað sig á listann. Daníel segist í samtali við við RÚV gruna að fleiri nöfn séu fölsuð á listanum. „Ég vona að það fari fram opinber rannsókn á þessu. Ég vona að þetta sé bara bundið við einn einstakling en eftir því sem ég sá bara á þeim blöðum sem mitt nafn var á, taldi ég augljóst að það væru fleiri nöfn á þeim lista sem væru fölsuð líka," sagði Daníel í samtali við RÚV. Þegar Vísir hafði samband við Ástþór sagði hann að falsanir ættu ekki að líðast, „ef þessu er rétt lýst hjá Daníel, þá er mjög eðlilegt að það fari fram rannsókn. Svona á ekki að líðast," bætti Ástþór við. Ástþór hefur þegar skilað um 200 undirskriftum til viðbótar í Reykjavíkurkjördæmi og býst við að skila inn öllum gögnum fyrir miðnætti, en þá rennur framboðsfrestur til forsetakosninga út. Tengdar fréttir Segir eðlilegt að lögreglan rannsaki framboðslista Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hefur skilað hátt í 200 undirskriftum til viðbótar í Reykjavík eftir að yfirkjörstjórn gerði athugasemdir við lista sem hann sendi inn í kjördæmið. Í viðtali í gær við Pál Hlöðvesson, formann yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, kom fram að úttekt kjörstjórnar í kjördæminu hafi leitt í ljós að einstaklingar á lista Ástþórs könnuðust ekki við að hafa skrifað sig á listann. Það virðist einnig hafa átt við í Reykjavík. 25. maí 2012 12:28 Könnuðust ekki við að styðja Ástþór Stikkprufur sem yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi hefur framkvæmt hefur leitt í ljós að minnsta kosti tíu einstaklingar kannast ekki við að hafa skrifað nafn sitt á undirskriftarlista Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda. 24. maí 2012 15:36 Búinn að skila meðmælendalista „Við erum búin að skila meðmælendalistunum," segir Hannes Bjarnason, forsetaframbjóðandi. Alls vantaði 126 undirskriftir á listann svo að hann yrði samþykktur af yfirkjörstjórnum Reykjavíkurkjördæma norðurs og suðurs. 24. maí 2012 21:28 Hannes og Ástþór fá frest fram á föstudag til að skila meðmælum Yfirkjörstjórnir Reykjavíkurkjördæma norður og suður hafa staðfest meðmælenda lista frambjóðenda til forsetakosninganna. 23. maí 2012 19:52 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri, hefur kært fölsun á undirskrift sinni á meðmælandalista Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda í Norðausturkjördæmi, til lögreglunnar. Hann sagði í viðtali við RÚV í hádeginu að hann hefði fengið að skoða umræddan listann, þar sem í ljós kom að einhver hefur skrifað nafn hans á listann án hans vitneskju. Fram kom á Vísi í gær að yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis hefði gert svokallaðar stikkprufur á lista Ástþórs. Hringt var að minnsta kost í tíu manns, enginn kannaðist við að hafa sett nafn sitt á listann til stuðnings framboði Ástþórs. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Ástþór að hann væri ekki með neinar sannanir í höndunum um að undirskriftirnar væru falsaðar. Hann benti meðal annars á þann möguleika að fólk svaraði ekki heiðarlega um skoðanir sínar þegar yfirvald hringdi í það og innti eftir því hvort það hefði skrifað sig á listann. Daníel segist í samtali við við RÚV gruna að fleiri nöfn séu fölsuð á listanum. „Ég vona að það fari fram opinber rannsókn á þessu. Ég vona að þetta sé bara bundið við einn einstakling en eftir því sem ég sá bara á þeim blöðum sem mitt nafn var á, taldi ég augljóst að það væru fleiri nöfn á þeim lista sem væru fölsuð líka," sagði Daníel í samtali við RÚV. Þegar Vísir hafði samband við Ástþór sagði hann að falsanir ættu ekki að líðast, „ef þessu er rétt lýst hjá Daníel, þá er mjög eðlilegt að það fari fram rannsókn. Svona á ekki að líðast," bætti Ástþór við. Ástþór hefur þegar skilað um 200 undirskriftum til viðbótar í Reykjavíkurkjördæmi og býst við að skila inn öllum gögnum fyrir miðnætti, en þá rennur framboðsfrestur til forsetakosninga út.
Tengdar fréttir Segir eðlilegt að lögreglan rannsaki framboðslista Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hefur skilað hátt í 200 undirskriftum til viðbótar í Reykjavík eftir að yfirkjörstjórn gerði athugasemdir við lista sem hann sendi inn í kjördæmið. Í viðtali í gær við Pál Hlöðvesson, formann yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, kom fram að úttekt kjörstjórnar í kjördæminu hafi leitt í ljós að einstaklingar á lista Ástþórs könnuðust ekki við að hafa skrifað sig á listann. Það virðist einnig hafa átt við í Reykjavík. 25. maí 2012 12:28 Könnuðust ekki við að styðja Ástþór Stikkprufur sem yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi hefur framkvæmt hefur leitt í ljós að minnsta kosti tíu einstaklingar kannast ekki við að hafa skrifað nafn sitt á undirskriftarlista Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda. 24. maí 2012 15:36 Búinn að skila meðmælendalista „Við erum búin að skila meðmælendalistunum," segir Hannes Bjarnason, forsetaframbjóðandi. Alls vantaði 126 undirskriftir á listann svo að hann yrði samþykktur af yfirkjörstjórnum Reykjavíkurkjördæma norðurs og suðurs. 24. maí 2012 21:28 Hannes og Ástþór fá frest fram á föstudag til að skila meðmælum Yfirkjörstjórnir Reykjavíkurkjördæma norður og suður hafa staðfest meðmælenda lista frambjóðenda til forsetakosninganna. 23. maí 2012 19:52 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Segir eðlilegt að lögreglan rannsaki framboðslista Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hefur skilað hátt í 200 undirskriftum til viðbótar í Reykjavík eftir að yfirkjörstjórn gerði athugasemdir við lista sem hann sendi inn í kjördæmið. Í viðtali í gær við Pál Hlöðvesson, formann yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, kom fram að úttekt kjörstjórnar í kjördæminu hafi leitt í ljós að einstaklingar á lista Ástþórs könnuðust ekki við að hafa skrifað sig á listann. Það virðist einnig hafa átt við í Reykjavík. 25. maí 2012 12:28
Könnuðust ekki við að styðja Ástþór Stikkprufur sem yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi hefur framkvæmt hefur leitt í ljós að minnsta kosti tíu einstaklingar kannast ekki við að hafa skrifað nafn sitt á undirskriftarlista Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda. 24. maí 2012 15:36
Búinn að skila meðmælendalista „Við erum búin að skila meðmælendalistunum," segir Hannes Bjarnason, forsetaframbjóðandi. Alls vantaði 126 undirskriftir á listann svo að hann yrði samþykktur af yfirkjörstjórnum Reykjavíkurkjördæma norðurs og suðurs. 24. maí 2012 21:28
Hannes og Ástþór fá frest fram á föstudag til að skila meðmælum Yfirkjörstjórnir Reykjavíkurkjördæma norður og suður hafa staðfest meðmælenda lista frambjóðenda til forsetakosninganna. 23. maí 2012 19:52