Forsetaefnin komu saman í Iðnó í gær á fundi og ræddu stöðu forsetans og hlutverk miðað við hið nýja stjórnarskrárfrumvarp Stjórnlagaráðs. Nú eru framsöguræður allra frambjóðendanna komnar inn á Vísi.
Í framsöguræðu Andreu Ólafsdóttur kom fram að hlutverk forsetans væri einfaldlega ekki ópólitískt. Forsetinn væri hluti af stjórnskipan landsins.
Í framsöguræðu Ara Trausta sagði að forsetinn væri trúnaðarmaður þjóðarinnar og lýðræðislegur eftirlitsmaður stjórnarskrárinnar.
Í framsöguræðu Ástþórs Magnússonar gagnrýndi hann fjölmiðla landsins og sagði þá ráðskast með lýðræðið.
Í framsöguræðu Hannesar Bjarnasonar kom fram að forsetinn ætti að vera fulltrúi sátta í samfélaginu.
Í framsöguræðu Herdísar Þorgeirsdóttur viðraði hún áhyggjur af fjármálaöflum sem hafa sífellt meiri áhrif á stjórnskipan landsins og stjórnmál.
Í framsöguræðu Ólafs Ragnars Grímssonar kom fram að megin meinsemd íslenskrar stjórnskipunar fælist ekki í gömlu stjórnarskránni heldur ósiðum stjórnmálamanna.
Í framsöguræðu Þóru Arnórsdóttur fjallaði hún ítarlega um frumvarp stjórnlagaráðs og taldi vægi forseta svipað og nú er miðað við frumvarpið.
Vísir minnir á nýjan kosningavef á slóðinni visir.is/forsetakosningar þar sem fylgst verður náið með aðdraganda forsetakosninganna sem fram fara 30. júní næstkomandi.

