Handbolti

Christiansen leggur skóna á hilluna

Christiansen tekur hér við sigurlaununum eftir EM í janúar. Góður endir á glæstum ferli.
Christiansen tekur hér við sigurlaununum eftir EM í janúar. Góður endir á glæstum ferli.
Hinn magnaði danski hornamaður Lars Christiansen hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna ferugur að aldri. Christiansen er ekki í Ólympíuhópi Dana og hann tilkynnti í kjölfarið að skórnir væru farnir á hilluna.

Christiansen spilaði 338 landsleiki fyrir Dani og skoraði yfir 1.500 mörk. Hann vann EM í tvígang og vann silfur á HM.

Hann lék lengstum með Flensburg í Þýskalandi eða í 14 ár. Hann endaði ferilinn svo hjá Kolding í heimalandinu.

Christiansen mun vera viðloðandi handboltann áfram í Danmörku enda búinn að semja við DR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×