Akureyringar spenntir fyrir serbneskum markverði | Ekkert frágengið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júní 2012 10:17 Bjarni á ferðinni með Akureyri gegn Gróttu í vetur. Mynd / Vilhelm Bjarni Fritzson, annar þjálfara handboltaliðs Akureyrar, segist vonast til þess að félagið semji við serbneskan markvörð sem hefur verið á reynslu hjá félaginu. „Það á eftir að semja við hann og ganga frá samningnum svo að menn eru aðeins of fljótir á sér," sagði Bjarni sem segir alls ekki í höfn að markvörðurinn gangi til liðs við Akuryri. „Hann er líklega á leiðinni heim til sín í dag og ræðir við umboðsmanninn þegar hann kemur heim. Það er stórt spurningamerki að vanta markvörð. Ef okkur tekst að landa þessu lítur þetta vel út hjá okkur," segir Bjarni en liðið hefur æft af krafti undanfarið. Bjarni segir liðið hafa horft í kringum sig eftir markverði undanfarið. Serbneskur félagi hans hafi svo bent honum á góðan markvörð sem Bjarna líst vel á. „Hann hefur verið á reynslu hjá okkur. Við vorum virkilega ánægðir með hann. Hann kom mjög vel út á æfingu og gott að fá að sjá hann og ræða við hann. Hann kom mjög vel fyrir," segir Bjarni um markvörðinn sem er 24 ára. „Hann er 24 ára, verið fyrirliði í nokkur ár hjá sínu liði sem gefur til kynna sterkan persónuleika hjá svo ungum manni," segir Bjarni. Annars er það að frétta af Akureyringum að Hreinn Hauksson hefur ákveðið að spila með liðinu á næsta tímabili. Hins vegar er allt útli fyrir að Hörður Fannar Sigþórsson hverfi á braut til Færeyja. „Það er gríðarlegur fengur í Hreini og við erum lukkulegir með það. Við söknuðum hans mikið í vörninni í vetur. Hann er öflugasti bakvörðurinn á landinu og ekki gaman að spila á móti honum," segir Bjarni. Fjarveru Harðar, sem ekki er víst að af verði þó líklegt sé, segir Bjarni norðanliðið leysa þótt hans verði saknað. Ásgeir Jónsson er komið á fullt á nýjan leik eftir erfið meiðsli. „Hann fékk brjósklos í þrjá hryggjarliði í bakinu sem eru engin smámeiðsli. Sérstaklega fyrir línumann sem er alltaf í baráttunni," segir Bjarni sem segir Ásgeir líta mjög vel út. Olís-deild karla Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Sjá meira
Bjarni Fritzson, annar þjálfara handboltaliðs Akureyrar, segist vonast til þess að félagið semji við serbneskan markvörð sem hefur verið á reynslu hjá félaginu. „Það á eftir að semja við hann og ganga frá samningnum svo að menn eru aðeins of fljótir á sér," sagði Bjarni sem segir alls ekki í höfn að markvörðurinn gangi til liðs við Akuryri. „Hann er líklega á leiðinni heim til sín í dag og ræðir við umboðsmanninn þegar hann kemur heim. Það er stórt spurningamerki að vanta markvörð. Ef okkur tekst að landa þessu lítur þetta vel út hjá okkur," segir Bjarni en liðið hefur æft af krafti undanfarið. Bjarni segir liðið hafa horft í kringum sig eftir markverði undanfarið. Serbneskur félagi hans hafi svo bent honum á góðan markvörð sem Bjarna líst vel á. „Hann hefur verið á reynslu hjá okkur. Við vorum virkilega ánægðir með hann. Hann kom mjög vel út á æfingu og gott að fá að sjá hann og ræða við hann. Hann kom mjög vel fyrir," segir Bjarni um markvörðinn sem er 24 ára. „Hann er 24 ára, verið fyrirliði í nokkur ár hjá sínu liði sem gefur til kynna sterkan persónuleika hjá svo ungum manni," segir Bjarni. Annars er það að frétta af Akureyringum að Hreinn Hauksson hefur ákveðið að spila með liðinu á næsta tímabili. Hins vegar er allt útli fyrir að Hörður Fannar Sigþórsson hverfi á braut til Færeyja. „Það er gríðarlegur fengur í Hreini og við erum lukkulegir með það. Við söknuðum hans mikið í vörninni í vetur. Hann er öflugasti bakvörðurinn á landinu og ekki gaman að spila á móti honum," segir Bjarni. Fjarveru Harðar, sem ekki er víst að af verði þó líklegt sé, segir Bjarni norðanliðið leysa þótt hans verði saknað. Ásgeir Jónsson er komið á fullt á nýjan leik eftir erfið meiðsli. „Hann fékk brjósklos í þrjá hryggjarliði í bakinu sem eru engin smámeiðsli. Sérstaklega fyrir línumann sem er alltaf í baráttunni," segir Bjarni sem segir Ásgeir líta mjög vel út.
Olís-deild karla Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn