Akureyringar spenntir fyrir serbneskum markverði | Ekkert frágengið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júní 2012 10:17 Bjarni á ferðinni með Akureyri gegn Gróttu í vetur. Mynd / Vilhelm Bjarni Fritzson, annar þjálfara handboltaliðs Akureyrar, segist vonast til þess að félagið semji við serbneskan markvörð sem hefur verið á reynslu hjá félaginu. „Það á eftir að semja við hann og ganga frá samningnum svo að menn eru aðeins of fljótir á sér," sagði Bjarni sem segir alls ekki í höfn að markvörðurinn gangi til liðs við Akuryri. „Hann er líklega á leiðinni heim til sín í dag og ræðir við umboðsmanninn þegar hann kemur heim. Það er stórt spurningamerki að vanta markvörð. Ef okkur tekst að landa þessu lítur þetta vel út hjá okkur," segir Bjarni en liðið hefur æft af krafti undanfarið. Bjarni segir liðið hafa horft í kringum sig eftir markverði undanfarið. Serbneskur félagi hans hafi svo bent honum á góðan markvörð sem Bjarna líst vel á. „Hann hefur verið á reynslu hjá okkur. Við vorum virkilega ánægðir með hann. Hann kom mjög vel út á æfingu og gott að fá að sjá hann og ræða við hann. Hann kom mjög vel fyrir," segir Bjarni um markvörðinn sem er 24 ára. „Hann er 24 ára, verið fyrirliði í nokkur ár hjá sínu liði sem gefur til kynna sterkan persónuleika hjá svo ungum manni," segir Bjarni. Annars er það að frétta af Akureyringum að Hreinn Hauksson hefur ákveðið að spila með liðinu á næsta tímabili. Hins vegar er allt útli fyrir að Hörður Fannar Sigþórsson hverfi á braut til Færeyja. „Það er gríðarlegur fengur í Hreini og við erum lukkulegir með það. Við söknuðum hans mikið í vörninni í vetur. Hann er öflugasti bakvörðurinn á landinu og ekki gaman að spila á móti honum," segir Bjarni. Fjarveru Harðar, sem ekki er víst að af verði þó líklegt sé, segir Bjarni norðanliðið leysa þótt hans verði saknað. Ásgeir Jónsson er komið á fullt á nýjan leik eftir erfið meiðsli. „Hann fékk brjósklos í þrjá hryggjarliði í bakinu sem eru engin smámeiðsli. Sérstaklega fyrir línumann sem er alltaf í baráttunni," segir Bjarni sem segir Ásgeir líta mjög vel út. Olís-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Bjarni Fritzson, annar þjálfara handboltaliðs Akureyrar, segist vonast til þess að félagið semji við serbneskan markvörð sem hefur verið á reynslu hjá félaginu. „Það á eftir að semja við hann og ganga frá samningnum svo að menn eru aðeins of fljótir á sér," sagði Bjarni sem segir alls ekki í höfn að markvörðurinn gangi til liðs við Akuryri. „Hann er líklega á leiðinni heim til sín í dag og ræðir við umboðsmanninn þegar hann kemur heim. Það er stórt spurningamerki að vanta markvörð. Ef okkur tekst að landa þessu lítur þetta vel út hjá okkur," segir Bjarni en liðið hefur æft af krafti undanfarið. Bjarni segir liðið hafa horft í kringum sig eftir markverði undanfarið. Serbneskur félagi hans hafi svo bent honum á góðan markvörð sem Bjarna líst vel á. „Hann hefur verið á reynslu hjá okkur. Við vorum virkilega ánægðir með hann. Hann kom mjög vel út á æfingu og gott að fá að sjá hann og ræða við hann. Hann kom mjög vel fyrir," segir Bjarni um markvörðinn sem er 24 ára. „Hann er 24 ára, verið fyrirliði í nokkur ár hjá sínu liði sem gefur til kynna sterkan persónuleika hjá svo ungum manni," segir Bjarni. Annars er það að frétta af Akureyringum að Hreinn Hauksson hefur ákveðið að spila með liðinu á næsta tímabili. Hins vegar er allt útli fyrir að Hörður Fannar Sigþórsson hverfi á braut til Færeyja. „Það er gríðarlegur fengur í Hreini og við erum lukkulegir með það. Við söknuðum hans mikið í vörninni í vetur. Hann er öflugasti bakvörðurinn á landinu og ekki gaman að spila á móti honum," segir Bjarni. Fjarveru Harðar, sem ekki er víst að af verði þó líklegt sé, segir Bjarni norðanliðið leysa þótt hans verði saknað. Ásgeir Jónsson er komið á fullt á nýjan leik eftir erfið meiðsli. „Hann fékk brjósklos í þrjá hryggjarliði í bakinu sem eru engin smámeiðsli. Sérstaklega fyrir línumann sem er alltaf í baráttunni," segir Bjarni sem segir Ásgeir líta mjög vel út.
Olís-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni