Boston í kjörstöðu eftir sigur í Miami Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júní 2012 09:13 Paul Pierce fagnar í Miami í nótt. Nordic Photos/Getty Boston Celtics vann dýrmætan 94-90 útisigur á Miami Heat í úrslitum austurdeildar NBA-körfuboltans í nótt. Boston leiðir í einvíginu 3-2 og þarf aðeins einn sigur til að tryggja sér sæti í úrslitum. Heimamenn í Miami byrjuðu betur og leiddu að loknum fyrsta fjórðungi 24-16. Þeir nutu liðsinnis Chris Bosh sem kom inn í liðið á nýjan leik eftir meiðsli. Gestirnir bættu í og tókst að minnka muninn niður í tvö stig fyrir lok hálfleiksins, 42-40. Miami, með LeBron James eins og svo oft áður í broddi fylkingar, bættu við forskot sitt í síðari hálfleiknum og náðu mest níu stiga forskoti. Reynslumiklir Boston-menn örvæntuðu þó ekki og minnkuðu á ný muninn. Munaði miklu um frammistöðu Rajon Rondo sem stýrði leik liðsins glæsilega og átti þrettán stoðsendingar. Stigahæst var tröllið Kevin Garnett með 26 stig og ellefu fráköst. Úrslitin réðust þegar Paul Pierce, með þrjátíu stiga manninn LeBron til varnar sér, skoraði þriggja stiga körfu þegar tæp mínúta lifði leiks. Staðan 90-86 og það var Kevin Garnett sem tryggði sigurinn af vítalínunni í lokin. Allir leikir einvígisins höfðu unnist af heimaliðinu þar til í nótt. Tapið er vafalítið mikið áfall fyrir Miami sem ætlaði sér stóra hluti en liðið tapaði í úrslitum deildarinnar í fyrra gegn Dallas Mavericks. „Það er slæmt að tapa á heimavelli en við breytum því ekki. Við verðum að skilja við þennan leik og setja alla okkar orku í að vera klárir í slaginn á fimmtudaginn," sagði Erik Spoelstra þjálfari Miami. Boston og Miami mætast í sjötta leik liðanna í Boston aðfaranótt föstudags. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport líkt og sjötti leikur Oklahoma City Thunder og San Antonio Spurs í úrslitum vesturdeildar í nótt. NBA Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Boston Celtics vann dýrmætan 94-90 útisigur á Miami Heat í úrslitum austurdeildar NBA-körfuboltans í nótt. Boston leiðir í einvíginu 3-2 og þarf aðeins einn sigur til að tryggja sér sæti í úrslitum. Heimamenn í Miami byrjuðu betur og leiddu að loknum fyrsta fjórðungi 24-16. Þeir nutu liðsinnis Chris Bosh sem kom inn í liðið á nýjan leik eftir meiðsli. Gestirnir bættu í og tókst að minnka muninn niður í tvö stig fyrir lok hálfleiksins, 42-40. Miami, með LeBron James eins og svo oft áður í broddi fylkingar, bættu við forskot sitt í síðari hálfleiknum og náðu mest níu stiga forskoti. Reynslumiklir Boston-menn örvæntuðu þó ekki og minnkuðu á ný muninn. Munaði miklu um frammistöðu Rajon Rondo sem stýrði leik liðsins glæsilega og átti þrettán stoðsendingar. Stigahæst var tröllið Kevin Garnett með 26 stig og ellefu fráköst. Úrslitin réðust þegar Paul Pierce, með þrjátíu stiga manninn LeBron til varnar sér, skoraði þriggja stiga körfu þegar tæp mínúta lifði leiks. Staðan 90-86 og það var Kevin Garnett sem tryggði sigurinn af vítalínunni í lokin. Allir leikir einvígisins höfðu unnist af heimaliðinu þar til í nótt. Tapið er vafalítið mikið áfall fyrir Miami sem ætlaði sér stóra hluti en liðið tapaði í úrslitum deildarinnar í fyrra gegn Dallas Mavericks. „Það er slæmt að tapa á heimavelli en við breytum því ekki. Við verðum að skilja við þennan leik og setja alla okkar orku í að vera klárir í slaginn á fimmtudaginn," sagði Erik Spoelstra þjálfari Miami. Boston og Miami mætast í sjötta leik liðanna í Boston aðfaranótt föstudags. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport líkt og sjötti leikur Oklahoma City Thunder og San Antonio Spurs í úrslitum vesturdeildar í nótt.
NBA Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum