Hólmfríður: Eigandinn mætir á leikinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. júní 2012 17:15 Hólmfríður á landsliðsæfingunni í gær. Mynd / Ernir Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir líkar vel vistin hjá b-deildarfélaginu Avaldsnes í Noregi. Nýverið gekk Þórunn Helga Jónsdóttir, kollegi Hólmfríðar úr landsliðinu, til liðs við félagið eftir töluverða pressu frá Hólmfríði. Hún segir liðið vera orðið mikið Íslendingalið. „Þjálfarateymið og eigandi félagsins ætla að mæta á leikinn. Kannski á að kaupa fleiri Íslendinga," segir Hólmfríður og hlær. Auk Hólmfríðar og Þórunnar Helgu spilar markvörðurinn Björk Björnsdóttir með norska félaginu sem og framherjinn Kristín Ýr Bjarnadóttir. Avaldsnes situr á toppi norsku b-deildarinnar og hefur aðeins tapað einum leik af fyrstu níu. Liðið hefur fimm stiga forskot á næsta lið. Til marks um sterkan leikmannahóp liðsins hefur leik liðsins um næstu helgi verið frestað vegna landsleikja sem fram fara næstkomandi fimmtudag. Engum öðrum leik í deildinni hefur verið frestað. Auk íslensku landsliðsmannanna er írsk landsliðskona í liði Avaldsnes. Mikill metnaður virðist vera hjá norska félaginu og Hólmfríður samsinnir því. „Félagið var í D-deild fyrir þremur árum. Liðið lyfti sér upp í C-deild og svo í B-deild þar sem það spilaði í fyrra líkt og nú. Aðstaðan er mjög flott og mikill hugur hjá eiganda félagsins að gera þetta að stóru félagi," segir Hólmfríður sem er samningsbundin liðinu til loka leiktíðar. „Það gengur vel og vonandi förum við alla leið svo við getum fylgt liðinu upp um deild. Það er gaman þegar gengur vel," segir Hólmfríður sem er í samningaviðræðum við félagið með þeim fyrirvara að liðið fari upp. Prófraun í bikarnumAvaldsnes mætir úrvalsdeildarliðinu Amazon Grimstad í 16-liða úrslitum norska bikarsins eftir tæpar tvær vikur. Þá fá leikmenn liðsins forsmekkinn að því sem koma skal í efstu deild takist liðinu að tryggja sæti sitt þar. Hólmfríður hlakkar til leiksins. „Það er verst að Þórunn Helga verður ekki komin. En þjálfarinn okkar þjálfaði þær og tvær í okkar röðum spiluðu með liðinu. Það er mikill hugur að komast í átta liða úrslit," segir Hólmfríður sem hefur skorað tíu mörk í níu leikjum. Kristín Ýr, framherji liðsins, hefur einnig skorað tíu mörk og samanlagt hafa þær skorað 20 af 27 mörkum liðsins eða 74 prósent. Hólmfríður þvertekur fyrir að þær stöllur séu í markaskorunarkeppni. „Það skiptir engu máli hver skorar mörkin. Við hugsum bara um stigin þrjú í hverjum leik," segir Hólmfríður. Aðspurð hvort hægt sé að bera saman veruna í Noregi við tíma hennar í Bandaríkjunum er hún fljót til svars. „Það er ekki hægt að líkja þessu við Bandaríkin þar sem voru 5-17 þúsund manns að mæta á leikina. Þar var allt mjög fagmannlegt en þetta er bara annað og mjög skemmtilegt verkefni." Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Fleiri fréttir Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Sjá meira
Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir líkar vel vistin hjá b-deildarfélaginu Avaldsnes í Noregi. Nýverið gekk Þórunn Helga Jónsdóttir, kollegi Hólmfríðar úr landsliðinu, til liðs við félagið eftir töluverða pressu frá Hólmfríði. Hún segir liðið vera orðið mikið Íslendingalið. „Þjálfarateymið og eigandi félagsins ætla að mæta á leikinn. Kannski á að kaupa fleiri Íslendinga," segir Hólmfríður og hlær. Auk Hólmfríðar og Þórunnar Helgu spilar markvörðurinn Björk Björnsdóttir með norska félaginu sem og framherjinn Kristín Ýr Bjarnadóttir. Avaldsnes situr á toppi norsku b-deildarinnar og hefur aðeins tapað einum leik af fyrstu níu. Liðið hefur fimm stiga forskot á næsta lið. Til marks um sterkan leikmannahóp liðsins hefur leik liðsins um næstu helgi verið frestað vegna landsleikja sem fram fara næstkomandi fimmtudag. Engum öðrum leik í deildinni hefur verið frestað. Auk íslensku landsliðsmannanna er írsk landsliðskona í liði Avaldsnes. Mikill metnaður virðist vera hjá norska félaginu og Hólmfríður samsinnir því. „Félagið var í D-deild fyrir þremur árum. Liðið lyfti sér upp í C-deild og svo í B-deild þar sem það spilaði í fyrra líkt og nú. Aðstaðan er mjög flott og mikill hugur hjá eiganda félagsins að gera þetta að stóru félagi," segir Hólmfríður sem er samningsbundin liðinu til loka leiktíðar. „Það gengur vel og vonandi förum við alla leið svo við getum fylgt liðinu upp um deild. Það er gaman þegar gengur vel," segir Hólmfríður sem er í samningaviðræðum við félagið með þeim fyrirvara að liðið fari upp. Prófraun í bikarnumAvaldsnes mætir úrvalsdeildarliðinu Amazon Grimstad í 16-liða úrslitum norska bikarsins eftir tæpar tvær vikur. Þá fá leikmenn liðsins forsmekkinn að því sem koma skal í efstu deild takist liðinu að tryggja sæti sitt þar. Hólmfríður hlakkar til leiksins. „Það er verst að Þórunn Helga verður ekki komin. En þjálfarinn okkar þjálfaði þær og tvær í okkar röðum spiluðu með liðinu. Það er mikill hugur að komast í átta liða úrslit," segir Hólmfríður sem hefur skorað tíu mörk í níu leikjum. Kristín Ýr, framherji liðsins, hefur einnig skorað tíu mörk og samanlagt hafa þær skorað 20 af 27 mörkum liðsins eða 74 prósent. Hólmfríður þvertekur fyrir að þær stöllur séu í markaskorunarkeppni. „Það skiptir engu máli hver skorar mörkin. Við hugsum bara um stigin þrjú í hverjum leik," segir Hólmfríður. Aðspurð hvort hægt sé að bera saman veruna í Noregi við tíma hennar í Bandaríkjunum er hún fljót til svars. „Það er ekki hægt að líkja þessu við Bandaríkin þar sem voru 5-17 þúsund manns að mæta á leikina. Þar var allt mjög fagmannlegt en þetta er bara annað og mjög skemmtilegt verkefni."
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Fleiri fréttir Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti