Sandra María hvött til að gagnrýna fjölmiðla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. júní 2012 06:00 Sandra María á fyrstu landsliðsæfingu sinni í gær. Mynd / Ernir Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA, er einn nýliðanna í landsliðshópi Íslands í knattspyrnu sem mætir Ungverjalandi í undankeppni EM 2013 á Laugardalsvelli á laugardaginn. Sandra María kom hlæjandi í viðtal hjá undirrituðum á æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í gær. Ástæðan var sú að félagar hennar í landsliðinu höfðu sett á hana pressu að kvarta undan því í viðtalinu að öll athygli fjölmiðla beindist að liðsfélaga hennar hjá Þór/KA, Katrín Ásbjörnsdóttir, en ekki að henni. Greinilega gaman hjá Söndru á hennar fyrstu æfingu en knattspyrnukonan efnilega lét ekki undan pressu félaga sinna. „Þetta er ótrúlega gaman og mikil reynsla," segir Sandra María sem ætlaði að njóta þess að taka þátt í sinni fyrstu æfingu með landsliðinu þrátt fyrir smá stress. Sandra var kölluð inn í hópinn í stað áðurnefndrar Katrínar sem þurfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. Þrátt fyrir að vera í skýjunum yfir því að hafa verið valin vorkennir hún Katrínu sárlega. „Hún meiddist þegar landsliðið fór til Algarve í vor. Hún hefur verið tæp síðan þá og fór í aðgerð í vetur vegna beinhimnubólgu. Hún hefur verið tæp í allt sumar," segir Sandra sem segist láta sig dreyma um að spila með landsliðinu einn daginn. Hún sé þó raunsæ og reikni ekki með miklum spiltíma í leikjunum tveimur sem framundan eru. Þór/KA situr á toppi Pepsi-deildar kvenna og hefur gengi liðsins komið flestum á óvart. Ekki þó Söndru. „Við vissum að við gætum þetta og snerum töflunni á hvolf miðað við undirbúningstímabilið. Mér sýnist allt vera í toppstandi hjá okkur," segir Sandra María sem telur samheldnina styrk liðsins. „Við kunnum hver á aðra. Vitum hverjir vilja fá hann í fætur eða fá stungusendingar eins og henta mér vel," segir Sandra María. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Fleiri fréttir Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Sjá meira
Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA, er einn nýliðanna í landsliðshópi Íslands í knattspyrnu sem mætir Ungverjalandi í undankeppni EM 2013 á Laugardalsvelli á laugardaginn. Sandra María kom hlæjandi í viðtal hjá undirrituðum á æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í gær. Ástæðan var sú að félagar hennar í landsliðinu höfðu sett á hana pressu að kvarta undan því í viðtalinu að öll athygli fjölmiðla beindist að liðsfélaga hennar hjá Þór/KA, Katrín Ásbjörnsdóttir, en ekki að henni. Greinilega gaman hjá Söndru á hennar fyrstu æfingu en knattspyrnukonan efnilega lét ekki undan pressu félaga sinna. „Þetta er ótrúlega gaman og mikil reynsla," segir Sandra María sem ætlaði að njóta þess að taka þátt í sinni fyrstu æfingu með landsliðinu þrátt fyrir smá stress. Sandra var kölluð inn í hópinn í stað áðurnefndrar Katrínar sem þurfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. Þrátt fyrir að vera í skýjunum yfir því að hafa verið valin vorkennir hún Katrínu sárlega. „Hún meiddist þegar landsliðið fór til Algarve í vor. Hún hefur verið tæp síðan þá og fór í aðgerð í vetur vegna beinhimnubólgu. Hún hefur verið tæp í allt sumar," segir Sandra sem segist láta sig dreyma um að spila með landsliðinu einn daginn. Hún sé þó raunsæ og reikni ekki með miklum spiltíma í leikjunum tveimur sem framundan eru. Þór/KA situr á toppi Pepsi-deildar kvenna og hefur gengi liðsins komið flestum á óvart. Ekki þó Söndru. „Við vissum að við gætum þetta og snerum töflunni á hvolf miðað við undirbúningstímabilið. Mér sýnist allt vera í toppstandi hjá okkur," segir Sandra María sem telur samheldnina styrk liðsins. „Við kunnum hver á aðra. Vitum hverjir vilja fá hann í fætur eða fá stungusendingar eins og henta mér vel," segir Sandra María.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Fleiri fréttir Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti