Handbolti

Spænskir tvíburar til Rhein-Neckar Löwen

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gedeon Guardiola fagnar í leik með spænska landsliðinu.
Gedeon Guardiola fagnar í leik með spænska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images
Guðmundur Guðmundsson fær liðsstyrk fyrir komandi átök í þýsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili en lið hans, Rhein-Neckar Löwen, hefur gengið frá samningum við spænsku bræðurna Gedeon og Isias Guardiola.

Gedeon er línumaður og Isias örvhent skytta en sá fyrrnefndi þykir einnig gríðargóður varnarmaður. Hann hefur verið í spænska landsliðinu á undanförnum árum. Gedeon kemur frá San Antonio en Isias frá Atletico Madrid.

Þeir eru 27 ára gamlir og sagðist Guðmundur vera spenntur fyrir þeirra komu í viðtali á heimasíðu félagsins.

„Það var ekki auðvelt að koma þessu öllu saman en framkvæmdarstjóra félagsins tókst að gera það. Ég er mjög ánægður með að fá þessa leikmenn til félagsins," sagði Guðmundur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×