Þróunarstríðið aldrei blóðugra Birgir Þór Harðarson skrifar 28. júní 2012 08:30 Hópurinn hefur aldrei verið þéttari í Formúlu 1. Michael telur þróunarstríðið aldrei hafa verið blóðugra. nordicphotos/afp Sam Michael, íþróttastjóri McLaren-liðsins í Formúlu 1 telur að þróunarstríðið á milli efstu keppnisliðanna verði það blóðugasta sem mótaröðin hefur séð. Vegna þess hve gríðarlega jafnir allir keppnautarnir eru reyna liðin að kreista öll þau sekúndubrot úr bílnum. Þau sekúndubrot hefðu örugglega ekki þótt þess virði að kreista út væri keppnin ekki svo hörð. Til merkis um hversu gríðarlega jöfn keppnin er skildu aðeins 0,3 sekúndur efstu þrettán ökumenn að í annarri lotu tímatökunnar í Valencia um liðna helgi. Michael telur að jafnvel einn þúsundasti úr sekúndu muni hafa gríðarleg áhrif á rásstöðu einstaka ökumanna. „Það er gríðarleg vinna fyrir höndum," segir Michael. „Við eigum eftir að betrumbæta bílinn enn frekar og það verður tilfellið fyrir hverja keppni í sumar." „Það verður fróðlegt að sjá hvernig efstu 10 til 15 raðast í mótum ársins, og bera það saman við hvernig staðan var í upphafi árs. Mér finnst eins og hópurinn sé að verða þéttari og þéttari." Michael segir enn fremur að þessi þróun muni hafa áhrif á hvað liðin einblína á þegar þeir bæta bíla sína og þróa. „Þetta breytir áherslunum svolítið. Nýir hlutir munu alltaf bætast við bílinn í gegnum tímabilið. Við þurfum hins vegar að leggja meiri áherslu á einstaka vélhluti og reyna að hámarka nyt þeirra." Formúla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Sam Michael, íþróttastjóri McLaren-liðsins í Formúlu 1 telur að þróunarstríðið á milli efstu keppnisliðanna verði það blóðugasta sem mótaröðin hefur séð. Vegna þess hve gríðarlega jafnir allir keppnautarnir eru reyna liðin að kreista öll þau sekúndubrot úr bílnum. Þau sekúndubrot hefðu örugglega ekki þótt þess virði að kreista út væri keppnin ekki svo hörð. Til merkis um hversu gríðarlega jöfn keppnin er skildu aðeins 0,3 sekúndur efstu þrettán ökumenn að í annarri lotu tímatökunnar í Valencia um liðna helgi. Michael telur að jafnvel einn þúsundasti úr sekúndu muni hafa gríðarleg áhrif á rásstöðu einstaka ökumanna. „Það er gríðarleg vinna fyrir höndum," segir Michael. „Við eigum eftir að betrumbæta bílinn enn frekar og það verður tilfellið fyrir hverja keppni í sumar." „Það verður fróðlegt að sjá hvernig efstu 10 til 15 raðast í mótum ársins, og bera það saman við hvernig staðan var í upphafi árs. Mér finnst eins og hópurinn sé að verða þéttari og þéttari." Michael segir enn fremur að þessi þróun muni hafa áhrif á hvað liðin einblína á þegar þeir bæta bíla sína og þróa. „Þetta breytir áherslunum svolítið. Nýir hlutir munu alltaf bætast við bílinn í gegnum tímabilið. Við þurfum hins vegar að leggja meiri áherslu á einstaka vélhluti og reyna að hámarka nyt þeirra."
Formúla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira