Þróunarstríðið aldrei blóðugra Birgir Þór Harðarson skrifar 28. júní 2012 08:30 Hópurinn hefur aldrei verið þéttari í Formúlu 1. Michael telur þróunarstríðið aldrei hafa verið blóðugra. nordicphotos/afp Sam Michael, íþróttastjóri McLaren-liðsins í Formúlu 1 telur að þróunarstríðið á milli efstu keppnisliðanna verði það blóðugasta sem mótaröðin hefur séð. Vegna þess hve gríðarlega jafnir allir keppnautarnir eru reyna liðin að kreista öll þau sekúndubrot úr bílnum. Þau sekúndubrot hefðu örugglega ekki þótt þess virði að kreista út væri keppnin ekki svo hörð. Til merkis um hversu gríðarlega jöfn keppnin er skildu aðeins 0,3 sekúndur efstu þrettán ökumenn að í annarri lotu tímatökunnar í Valencia um liðna helgi. Michael telur að jafnvel einn þúsundasti úr sekúndu muni hafa gríðarleg áhrif á rásstöðu einstaka ökumanna. „Það er gríðarleg vinna fyrir höndum," segir Michael. „Við eigum eftir að betrumbæta bílinn enn frekar og það verður tilfellið fyrir hverja keppni í sumar." „Það verður fróðlegt að sjá hvernig efstu 10 til 15 raðast í mótum ársins, og bera það saman við hvernig staðan var í upphafi árs. Mér finnst eins og hópurinn sé að verða þéttari og þéttari." Michael segir enn fremur að þessi þróun muni hafa áhrif á hvað liðin einblína á þegar þeir bæta bíla sína og þróa. „Þetta breytir áherslunum svolítið. Nýir hlutir munu alltaf bætast við bílinn í gegnum tímabilið. Við þurfum hins vegar að leggja meiri áherslu á einstaka vélhluti og reyna að hámarka nyt þeirra." Formúla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sam Michael, íþróttastjóri McLaren-liðsins í Formúlu 1 telur að þróunarstríðið á milli efstu keppnisliðanna verði það blóðugasta sem mótaröðin hefur séð. Vegna þess hve gríðarlega jafnir allir keppnautarnir eru reyna liðin að kreista öll þau sekúndubrot úr bílnum. Þau sekúndubrot hefðu örugglega ekki þótt þess virði að kreista út væri keppnin ekki svo hörð. Til merkis um hversu gríðarlega jöfn keppnin er skildu aðeins 0,3 sekúndur efstu þrettán ökumenn að í annarri lotu tímatökunnar í Valencia um liðna helgi. Michael telur að jafnvel einn þúsundasti úr sekúndu muni hafa gríðarleg áhrif á rásstöðu einstaka ökumanna. „Það er gríðarleg vinna fyrir höndum," segir Michael. „Við eigum eftir að betrumbæta bílinn enn frekar og það verður tilfellið fyrir hverja keppni í sumar." „Það verður fróðlegt að sjá hvernig efstu 10 til 15 raðast í mótum ársins, og bera það saman við hvernig staðan var í upphafi árs. Mér finnst eins og hópurinn sé að verða þéttari og þéttari." Michael segir enn fremur að þessi þróun muni hafa áhrif á hvað liðin einblína á þegar þeir bæta bíla sína og þróa. „Þetta breytir áherslunum svolítið. Nýir hlutir munu alltaf bætast við bílinn í gegnum tímabilið. Við þurfum hins vegar að leggja meiri áherslu á einstaka vélhluti og reyna að hámarka nyt þeirra."
Formúla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira