Sigursteinn og Alfa vörðu titil sinn í tölti 30. júní 2012 21:24 Alfa frá Blesastöðum 1A og Sigursteinn Sumarliðason. Mynd / Eiðfaxi.is Sigursteinn Sumarliðason og Alfa frá Blesastöðum 1A vörðu titil sinn í töltkeppni Landsmóts hestamanna. Þau hlutu hæstu meðaleinkunn keppendanna í úrslitum. Einn af hápunktum landsmóts er efalaust keppni í tölti. Í kvöld komu fram í úrslitum sex bestu töltarar landsins og er skemmst frá því að segja að mikið sjónarspil hafi átt sér stað. Það var orðið mönnum löngu ljóst að Sara Ástþórsdóttir ætlaði sér afar langt á töltdrottingunni Dívu frá Álfhólum. Dómarar voru hins vegar nokkuð ósammála þegar kom að dæmingu á þeim. Hlutu þær t.d. allt frá 7,5 - 9,0 fyrir hraðabreytingar. Þeir voru þó á einu máli um yfirburðagetu þeirra á yfirferðatöltinu. Hlutu þær þrisvar sinnum 9,5 og tvisvar 9,0 og luku þær því keppni í fimmta sæti. Óskar frá Blesastöðum 1A hefur sjaldan verið fallegri en í kvöld hjá Artemisiu Bertus. Af nákvæmi og fágun afgreiddu þau sýningu sína þannig að til fyrirmyndar var. Þá kom reynsla Sigurbjörns Bárðarsonar og Jarls frá Mið-Fossum sér vel. Þeir voru með öryggið uppmálað og hlutu þeir 9,0 fyrir hægt tölt, hæst allra keppenda og urðu í 4. sæti flokksins. Árborg frá Miðey fór fallega hjá Jakobi Svavari Sigurðssyni. Hún hefur bætt sig síðan í fyrra þegar þau urðu í 4. sæti flokksins og fengu núna bronsið með 8,28 í lokaeinkunn. Hinn stórstígi Smyrill frá Hrísum og Hinrik Bragason voru fasmiklir og fjörugir en þeir höfðu ekki í við Dívu og Ölfu á yfirferðatöltinu. Dómarar voru ekki á sama máli um gæði yfirferðarinnar hjá þeim félögum, hlutu þeir allt frá 7,5 - 9,0 fyrir þann hluta. Orkuboltinn Alfa frá Blesastöðum 1A og Sigursteinn Sumarliðason ætluðu ekki að gefa frá sér töltbikarinn þótt keppinautarnir væru verðugir. Sýning þeirra var nokkuð jöfn, enda fengu þau sömu meðaleinkunn 8,33 fyrir bæði hægt tölt og hraðabreytingar og 9,00 fyrir hratt tölt og fengu hæstu lokaeinkunn keppenda- 8,55. Mikið afrek hjá þeim Ölfu og Sigursteini.Keppendur/ hægt tölt / hraðabreytingar / yfirferð 1. Sigursteinn Sumarliðason Alfa frá Blesastöðum 1A: 8,33 - 8,33 - 9,00 =8,55 2. Hinrik Bragason Smyrill Hrísum:8,67 - 8,33 - 8,33 = 8,44 3. Jakob Svavar Sigurðsson Árborg frá Miðey: 8,0 - 8,5 - 8,33 = 8,28 4. Sigurbjörn Bárðarson Jarl frá Mið-Fossum: 9,0 - 7,83 - 7,83 = 8,22 5. Sara Ástþórsdóttir Díva frá Álfhólum: 7,5 - 7,83 - 9,34 = 8,22 6. Artemisia Bertus Óskar frá Blesastöðum 1A: 8,0 - 8,0 - 8,33 = 8,11 Hestar Scroll-Landsmot Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Í beinni: KR - Tindastóll | Heimakonur reyna að hefna fyrir ófarir helgarinnar Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
Sigursteinn Sumarliðason og Alfa frá Blesastöðum 1A vörðu titil sinn í töltkeppni Landsmóts hestamanna. Þau hlutu hæstu meðaleinkunn keppendanna í úrslitum. Einn af hápunktum landsmóts er efalaust keppni í tölti. Í kvöld komu fram í úrslitum sex bestu töltarar landsins og er skemmst frá því að segja að mikið sjónarspil hafi átt sér stað. Það var orðið mönnum löngu ljóst að Sara Ástþórsdóttir ætlaði sér afar langt á töltdrottingunni Dívu frá Álfhólum. Dómarar voru hins vegar nokkuð ósammála þegar kom að dæmingu á þeim. Hlutu þær t.d. allt frá 7,5 - 9,0 fyrir hraðabreytingar. Þeir voru þó á einu máli um yfirburðagetu þeirra á yfirferðatöltinu. Hlutu þær þrisvar sinnum 9,5 og tvisvar 9,0 og luku þær því keppni í fimmta sæti. Óskar frá Blesastöðum 1A hefur sjaldan verið fallegri en í kvöld hjá Artemisiu Bertus. Af nákvæmi og fágun afgreiddu þau sýningu sína þannig að til fyrirmyndar var. Þá kom reynsla Sigurbjörns Bárðarsonar og Jarls frá Mið-Fossum sér vel. Þeir voru með öryggið uppmálað og hlutu þeir 9,0 fyrir hægt tölt, hæst allra keppenda og urðu í 4. sæti flokksins. Árborg frá Miðey fór fallega hjá Jakobi Svavari Sigurðssyni. Hún hefur bætt sig síðan í fyrra þegar þau urðu í 4. sæti flokksins og fengu núna bronsið með 8,28 í lokaeinkunn. Hinn stórstígi Smyrill frá Hrísum og Hinrik Bragason voru fasmiklir og fjörugir en þeir höfðu ekki í við Dívu og Ölfu á yfirferðatöltinu. Dómarar voru ekki á sama máli um gæði yfirferðarinnar hjá þeim félögum, hlutu þeir allt frá 7,5 - 9,0 fyrir þann hluta. Orkuboltinn Alfa frá Blesastöðum 1A og Sigursteinn Sumarliðason ætluðu ekki að gefa frá sér töltbikarinn þótt keppinautarnir væru verðugir. Sýning þeirra var nokkuð jöfn, enda fengu þau sömu meðaleinkunn 8,33 fyrir bæði hægt tölt og hraðabreytingar og 9,00 fyrir hratt tölt og fengu hæstu lokaeinkunn keppenda- 8,55. Mikið afrek hjá þeim Ölfu og Sigursteini.Keppendur/ hægt tölt / hraðabreytingar / yfirferð 1. Sigursteinn Sumarliðason Alfa frá Blesastöðum 1A: 8,33 - 8,33 - 9,00 =8,55 2. Hinrik Bragason Smyrill Hrísum:8,67 - 8,33 - 8,33 = 8,44 3. Jakob Svavar Sigurðsson Árborg frá Miðey: 8,0 - 8,5 - 8,33 = 8,28 4. Sigurbjörn Bárðarson Jarl frá Mið-Fossum: 9,0 - 7,83 - 7,83 = 8,22 5. Sara Ástþórsdóttir Díva frá Álfhólum: 7,5 - 7,83 - 9,34 = 8,22 6. Artemisia Bertus Óskar frá Blesastöðum 1A: 8,0 - 8,0 - 8,33 = 8,11
Hestar Scroll-Landsmot Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Í beinni: KR - Tindastóll | Heimakonur reyna að hefna fyrir ófarir helgarinnar Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira