Alfreð Finnbogason skoraði sitt níunda mark á leiktíðinni þegar hann tryggði Helsingborg 1-1 jafntefli á útivelli gegn IFK Gautaborg. Mark Alfreðs var af glæsilegri gerðinni, beint úr aukaspyrnu á 85. mínútu.
Hjörtur Logi stóð vaktina allan leikinn í vinstri bakverðinum hjá IFK Gautaborg en Hjálmar Jónsson var ekki í leikmannahópi liðsins.
Alfreð Finnbogason var í fremstu víglínu hjá gestunum og nældi sér í gult spjald auk þess að skora markið mikilvæga.
Gautaborgarliðið missti af dýramætum stigum í botnbaráttu deildarinnar. Liðið hefur nú 16 stig í 12.-13. sæti.
Helsingborg styrkti stöðu sína í 5. sæti deildarinnar. Liðið hefur nú 22 stig en Elfsborg er sem fyrr á toppi deildarinnar með 31 stig.
Þá vann Örebro 2-1 sigur á Malmö í kvöld. Eiður Aron Sigbjörnsson var á varamannabekk Örebro í leiknum.
Alfreð tryggði Helsingborg stig gegn Hirti Loga
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið




Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun
Enski boltinn





Gunnar tekur aftur við Haukum
Handbolti

Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu
Enski boltinn