Handbolti

Dinart gengur í raðir Paris Handball

Félag þeirra Róberts Gunnarssonar og Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar, Paris Handball, heldur áfram að styrkjast en nú hefur franska varnartröllið Didier Dinart ákveðið að semja við liðið.

Félagið er nú í eigu moldríkra Katara sem ætla að gera félagið að stórveldi í Evrópu. Leikmenn safnast nú til liðsins en á meðal þeirra sem einnig eru komnir er franski hornamaðurinn Luc Abalo.

Dinart kemur til Paris frá Atletico Madrid sem áður hét Ciudad Real. Þar lék Dinart lengi með Ólafi Stefánssyni.

Hinn 35 ára gamli Dinart vill ljúka ferlinum í heimalandinu og hafnaði meðal annars tilboði frá þýska liðinu Hamburg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×