Handbolti

Hvaða lið verða mótherjar Íslands á HM 2013? - Í beinni

Í dag verður dregið í riðla fyrir heimsmeistaramótið í handbolta karla sem fram fer á Spáni í janúar á næsta ári. Ísland er í þriðja styrkleikaflokk en athöfnin fer fram í Madríd. Alls verða 24 þjóðir sem taka þátt á HM 2013. Hægt er að fylgjast með drættinum í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.

Styrkleikaflokkarnir eru þannig:

1. Frakkland (ríkjandi heimsmeistarar), Danmörk, Spánn og Serbía.

2. Króatía, Makedónía, Slóvenía, Þýskaland

3. Ungverjaland, Pólland, Ísland, Argentína

4. Suður-Kórea, Túnis, Alsír, Katar

5. Svartfjallaland, Rússland, Hvíta-Rússland, Egyptaland.

6. Brasilía, Síle, Sádi-Arabía, Ástralía.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×