Umfjöllun fjölmiðla um tekjur nær marklaus BBI skrifar 29. júlí 2012 16:14 Stefán Ólafsson. Mynd/GVA Stefán Ólafsson, prófessor, segir að þær tölur sem birst hafa í fjölmiðlum undanfarið og kynntar sem upplýsingar um tekjur Íslendinga séu vægast sagt villandi. Að jafnaði vanti um og yfir helming heildartekna inn í tölurnar. Stefán fjallar á bloggi sínu um upplýsingar sem birtust í Tekjublaði Frjálsrar verslunar og öðrum fjölmiðlum fyrir helgi. Það voru upplýsingar um launatekjur fólks fyrir skatta. Stefán minnir á að launatekjur eru bara hluti af „tekjum" fólks og því gefi tölurnar ranga mynd séu þær túlkaðar sem heildartekjur. „Það sem helst vantar [í umfjöllunina] eru fjármagnstekjur," segir Stefán og minnir á að langmestar tekjur hátekjufólks eru fjármagnstekjur, þ.e. vaxtatekjur, arður, söluhagnaður og leigutekjur sem fólk hefur af eignum sínum. Hjá lágtekjufólki og millitekjufólki er hlutur fjármagnstekna lítill. Hjá hátekjufólki hefur hlutur fjármagnstekna verið milli 18-61% síðustu árin. Hjá hinum ofurríku hafa þær farið upp í 86% af heildartekjum. Vegna þess að í umfjöllun Frjálsrar verslunar og fjölmiðla landsins undanfarið er aðeins tekið mið af launatekjum en ekki fjármagnstekjum segir Stefán að tölurnar séu nær marklausar. Fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað um hverjir séu tekjuhæstu aðilar landsins og hverjar heildareignir þeirra geti verið. Þessi umfjöllun heldur því ekki vatni að mati Stefáns. Tekjur Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Stefán Ólafsson, prófessor, segir að þær tölur sem birst hafa í fjölmiðlum undanfarið og kynntar sem upplýsingar um tekjur Íslendinga séu vægast sagt villandi. Að jafnaði vanti um og yfir helming heildartekna inn í tölurnar. Stefán fjallar á bloggi sínu um upplýsingar sem birtust í Tekjublaði Frjálsrar verslunar og öðrum fjölmiðlum fyrir helgi. Það voru upplýsingar um launatekjur fólks fyrir skatta. Stefán minnir á að launatekjur eru bara hluti af „tekjum" fólks og því gefi tölurnar ranga mynd séu þær túlkaðar sem heildartekjur. „Það sem helst vantar [í umfjöllunina] eru fjármagnstekjur," segir Stefán og minnir á að langmestar tekjur hátekjufólks eru fjármagnstekjur, þ.e. vaxtatekjur, arður, söluhagnaður og leigutekjur sem fólk hefur af eignum sínum. Hjá lágtekjufólki og millitekjufólki er hlutur fjármagnstekna lítill. Hjá hátekjufólki hefur hlutur fjármagnstekna verið milli 18-61% síðustu árin. Hjá hinum ofurríku hafa þær farið upp í 86% af heildartekjum. Vegna þess að í umfjöllun Frjálsrar verslunar og fjölmiðla landsins undanfarið er aðeins tekið mið af launatekjum en ekki fjármagnstekjum segir Stefán að tölurnar séu nær marklausar. Fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað um hverjir séu tekjuhæstu aðilar landsins og hverjar heildareignir þeirra geti verið. Þessi umfjöllun heldur því ekki vatni að mati Stefáns.
Tekjur Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira