Golf

Haraldur Franklín og Rúnar efstir og jafnir fyrir lokadaginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haraldur Franklín Magnús úr GR.
Haraldur Franklín Magnús úr GR. Mynd/Seth
Haraldur Franklín Magnús úr GR og Rúnar Arnórsson úr GK fóru á kostum á þriðja deginum á Íslandsmótinu í höggleik á Strandarvelli á Hellu. Þeir eru eftir og jafnir fyrir lokadaginn, báðir á fimm höggum undir pari.

Haraldur Franklín átti frábæran dag en hann lék á 64 höggum eða sex höggum undir pari. Haraldur fékk örn á bæði 3. og 17. holunni og var að auki með fimm fugla.

Rúnar lék stórkostlega á fyrri níu holunum þar sem að hann var með fimm fugla á fyrstu níu holunum. Hann tapaði tveimur höggum á áttundu holunni en endaði daginn á fjórum höggum undir pari.

Þórður Rafn Gissurarson úr GR lék á þremur höggum undir pari og er í 3. sæti tveimur höggum á eftir þeim Haraldi og Rúnari.

Körfuboltadómarinn Kristinn Óskarsson var að gera flotta hluti þar til að hann tapaði þremur höggum á 17. holunni. Kristinn lék hringinn á 74 höggum eða fjórum höggum yfir pari. Hann er því sex höggum á eftir efstu mönnum.

Íslandsmeistarinn Axel Bóason var að leik vel á fyrstu átta holunum í dag og var að nálgast efstu menn. Hann tapaði hinsvegar fimm höggum á síðustu tíu holunum og er átta höggum á eftir efstu mönnum.

Staðan hjá körlunum fyrir lokadaginn:

1. Haraldur Franklín Magnús, GR -5

1. Rúnar Arnórsson, GK -5

3. Þórður Rafn Gissurarson, GR -3

4. Ólafur Björn Loftsson, NK +2

4. Kristinn Óskarsson, GS +2

6. Andri Þór Björnsson, GR +3

6. Axel Bóasson, GK +3

8. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG  +4

9. Ólafur Már Sigurðsson, GR +5

9. Örlygur Helgi Grímsson, GV +5




Fleiri fréttir

Sjá meira


×