Golf

Valdís Þóra á eitt högg á Tinnu fyrir lokadaginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni.
Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni. Mynd/Seth
Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er með eitt högg í forskot á Tinnu Jóhannsdóttur úr Keili fyrir lokadaginn á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Strandarvelli á Hellu. Þær voru fyrst skráðar jafnar en þegar betur var að gáð kom í ljós að mótshaldarar voru ekki með rétt skor á Tinnu.

Tinna lék best í dag eða á pari en hún var þremur höggum á eftir Valdísi Þóru í upphafi dags. Það voru meiri sveiflur hjá Valdísi sem var með þrjá fugla og fimm skolla á holunum átján.

Anna Sólveig Snorradóttir úr Keili var lengi vel í forystu i dag en fékk fjóra skolla á síðustu sex holum dagsins og hún er því tveimur höggum á eftir Valdísi.

Íslandsmeistarinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti sinn besta hring á mótinu þegar hún lék á pari en þetta var besta skor dagsins. Hún er samtals á 13 höggum yfir pari eða fimm höggum á eftir Valdísi.

Staðan eftir þrjá hringi hjá konunum:

1. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL +8

2. Tinna Jóhannsdóttir, GK +9

3. Anna Sólveig Snorradóttir, GK +10

4. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR +13

5. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK +15

6. Signý Arnórsdóttir, GK +16

7. Guðrún Pétursdóttir, GR +17

8. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR +18

9. Karen Guðnadóttir, GS +19

9. Sunna Víðisdóttir, GR +19




Fleiri fréttir

Sjá meira


×