Golf

Íslandsmótið í höggleik: Þriðji dagurinn í beinni á Vísi

Þriðji dagur á Íslandsmótinu í höggleik á Strandarvelli á Hellu er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hér á Vísi. Það er mikil spenna í bæði karla- og kvennaflokki og það stefnir því í skemmtilegan dag í blíðunni á Hellu.

Sigmundur Einar Másson úr GKG er í efsta sæti í karlaflokki á þremur höggum undir pari eftir tvo hringi en hann er einu höggi á undan Kristni Óskarssyni úr GS sem er annar.

Rúnar Arnórsson úr GK er í þriðja sæti á samtals einu höggi yfir pari og Íslandsmeistari síðasta árs, Axel Bóasson úr GK, er í fjórða sæti á pari.

Anna Sólveig Snorradóttir úr GK og Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL eru í efsta sæti í kvennaflokki. Þær eru báðar samtals á 146 höggum eftir tvo hringi eða sex höggum yfir pari og eru tveimur höggum á undan Eygló Myrru Óskarsdóttur úr GO sem er þriðja.

Sigurður Elvar Þórólfsson mun lýsa því sem fer fram á Strandarvelli í dag og honum til aðstoðar verður Þorsteinn Hallgrímsson.

Til þess að sjá útsendinguna hér á Vísi þar einungis að smella á hlekkinn hér fyrir ofan: "Horfa á myndskeið með frétt".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×