Sebastian Vettel var í örlitlum vandræðum í Red Bull-bílnum sínum og það var ekki fyrr en hann komst á mýkri dekkin og í síðustu umferð tímatökunnar sem hann sýndi raunverulegan hraða bílsins. Vettel þurfti þó að taka á öllu sínu til að kreista það út.
Liðsfélagi Hamiltons, Jenson Button, fann ekki gripið sem greinilega er að finna í McLaren-bílnum og ræsir fjórði á undan Kimi Raikkönen á Lotus.
Ferrari-félagarnir Fernando Alonso og Felipe Massa munu ræsa í sjötta og sjöunda sæti. Massa var næstum því búinn að skáka liðsfélaga sínum í fyrsta sinn í ár. Alonso tók það samt greinilega ekki í mál. Alonso átti þó í svipuðum vandræðum og Vettel, þurfti að kreista allt það sem hann gat út úr bílnum.
Þeir Pastor Maldonado og Bruno Senna á Williams munu ræsa í áttunda og níunda sæti. Þetta er í fyrsta sinn í ár sem þeir eru báðir í síðustu lotu tímatökunnar.
Mark Webber á Red Bull komst ekki upp úr annari lotu og ræsir ellefti. Báðir Mercedes-bílarnir komustu heldur ekki upp úr annari lotu. Nico Rosberg ræsir þrettándi og Michael Schumacher sautjándi.
Alonso þarf að nýta kappaksturinn á morgun til að halda forystu sinni í heimsmeistaraslagnum. Sjötta sætið í ræsingu er ekki vel til þess fallið en Alonso hefur áður sýnt að hann er í raun göldróttur við stýrið. Það er því von á flugeldasýningu í kappakstrinum á morgun sem hefst klukkan 12 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Rásröðin í ungverska kappakstrinum
nr. | Ökuþór | Bíll / Vél | Tími | Bil |
1 | Lewis Hamilton | McLaren/Mercedes | 1'20.953 | - |
2 | Romain Grosjean | Lotus/Renault | 1'21.366 | 0.413 |
3 | Sebastian Vettel | Red Bull/Renault | 1'21.416 | 0.463 |
4 | Jenson Button | McLaren/Mercedes | 1'21.583 | 0.63 |
5 | Kimi Räikkönen | Lotus/Renault | 1'21.730 | 0.777 |
6 | Fernando Alonso | Ferrari | 1'21.844 | 0.891 |
7 | Felipe Massa | Ferrari | 1'21.900 | 0.947 |
8 | Pastor Maldonado | Williams/Renault | 1'21.939 | 0.986 |
9 | Bruno Senna | Williams/Renault | 1'22.343 | 1.39 |
10 | Nico Hülkenberg | Force India/Mercedes | 1'22.847 | 1.894 |
11 | Mark Webber | Red Bull/Renault | 1'21.715 | 0.762 |
12 | Paul Di Resta | Force India/Mercedes | 1'21.813 | 0.86 |
13 | Nico Rosberg | Mercedes | 1'21.895 | 0.942 |
14 | Sergio Pérez | Sauber/Ferrari | 1'21.895 | 0.942 |
15 | Kamui Kobayashi | Sauber/Ferrari | 1'22.300 | 1.347 |
16 | Jean-Eric Vergne | Toro Rosso/Ferrari | 1'22.380 | 1.427 |
17 | M.Schumacher | Mercedes | 1'22.723 | 1.77 |
18 | Daniel Ricciardo | Toro Rosso/Ferrari | 1'23.250 | 2.297 |
19 | H.Kovalainen | Caterham/Renault | 1'23.576 | 2.623 |
20 | Vitaly Petrov | Caterham/Renault | 1'24.167 | 3.214 |
21 | Charles Pic | Marussia/Cosworth | 1'25.244 | 4.291 |
22 | Timo Glock | Marussia/Cosworth | 1'25.476 | 4.523 |
23 | Pedro de la Rosa | HRT/Cosworth | 1'25.916 | 4.963 |
24 | N.Karthikeyan | HRT/Cosworth | 1'26.178 | 5.225 |