Freyr leikjahæstur hjá FH-sló met Harðar í gær Hjörtur Hjartarson skrifar 9. ágúst 2012 14:09 Freyr Bjarnason er leikjahæstur FH-inga frá upphafi með 175 leiki Mynd/Stefán Freyr Bjarnason varð í gærkvöld leikjahæsti leikmaður FH í efstu deild frá upphafi. Freyr lék sinn 175. leik fyrir FH í úrvalsdeildinni í gærkvöld þegar liðið burstaði Selfoss, 5-2. Metið átti markaskorarinn, Hörður Magnússon en hann lék á sínum tíma 174 leiki fyrir FH í efstu deild. Freyr gekk í raðir FH fyrir 12 árum þegar liðið lék í næstefstu deild. Síðan þá hefur Freyr og FH unnið samtals 18 titla, ef allt er talið, þar af Íslandsmeistaratitilinn fimm sinnum. Freyr gat ekki í sínum villtustu draumum séð fyrir slíka sigurgöngu. "Nei, ég gat ekki ímyndað mér það. Þetta er búið að vera draumi líkast þessi tími minn hjá FH og ég er bara gríðarlega ánægður að hafa náð öllum þessum leikjum og sigrum með félaginu", sagði Freyr. Freyr er uppalinn Skagamaður en fékk hinsvegar fá tækifæri með félaginu eftir að í meistaraflokk var komið. Hann ákvað því að söðla um þegar hann var 23 ára og ganga í raðir FH. "Logi Ólafs tók við FH fyrir tímabilið 2000 og vildi fá til félagsins. Hann sannfærði mig um að ég fengi að spila og það var það sem ég þurfti á að halda og ég tók bara slaginn." Margir Skagamenn hafa horft hýru auga til Freys undanfarin ár og átt þá ósk heitasta að hann snéri aftur á heimaslóðir. Sjálfur segist hann aldrei hafa leitt hugann að því að leika í gulu treyjunni á ný. "Ef ég á að segja alveg eins og er þá hef ég bara haft það svo gott hjá FH að ég hef ekki haft neinn áhuga að fara frá liðinu. Mér hefur alltaf liðið mjög vel í Hafnarfirðinum og Kaplakrikanum. Það er langt síðan ég tók stefnuna á að enda ferilinn hjá FH og þannig verður það." Freyr er 35 ára og því farið að styttast í annan endann á ferlinum. Hann vonast þó til að eiga einhver tímabil inni. "Það er mjög erfitt að hætta hjá FH á meðan liðið er að berjast um alla titla á hverju sumri. En maður verður að hlusta á skrokkinn í þessu sambandi líka. Ég tek stöðuna í haust og met í kjölfarið hvert framhaldið verður", sagði Freyr Bjarnason. Engin hætta er á að Freyr slái markamet Harðar Magnússonar hjá FH enda ekki skorað nema átta mörk fyrir félagið á sínum ferli. Svo gæti þó farið að að Hörður þurfi engu að síður að sjá á eftir metinu í sumarþ. Hörður kom boltanum 84 sinnum í net andstæðinganna fyrir FH en Atli Viðar Björnsson er skammt undan með 77 mörk. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Sjá meira
Freyr Bjarnason varð í gærkvöld leikjahæsti leikmaður FH í efstu deild frá upphafi. Freyr lék sinn 175. leik fyrir FH í úrvalsdeildinni í gærkvöld þegar liðið burstaði Selfoss, 5-2. Metið átti markaskorarinn, Hörður Magnússon en hann lék á sínum tíma 174 leiki fyrir FH í efstu deild. Freyr gekk í raðir FH fyrir 12 árum þegar liðið lék í næstefstu deild. Síðan þá hefur Freyr og FH unnið samtals 18 titla, ef allt er talið, þar af Íslandsmeistaratitilinn fimm sinnum. Freyr gat ekki í sínum villtustu draumum séð fyrir slíka sigurgöngu. "Nei, ég gat ekki ímyndað mér það. Þetta er búið að vera draumi líkast þessi tími minn hjá FH og ég er bara gríðarlega ánægður að hafa náð öllum þessum leikjum og sigrum með félaginu", sagði Freyr. Freyr er uppalinn Skagamaður en fékk hinsvegar fá tækifæri með félaginu eftir að í meistaraflokk var komið. Hann ákvað því að söðla um þegar hann var 23 ára og ganga í raðir FH. "Logi Ólafs tók við FH fyrir tímabilið 2000 og vildi fá til félagsins. Hann sannfærði mig um að ég fengi að spila og það var það sem ég þurfti á að halda og ég tók bara slaginn." Margir Skagamenn hafa horft hýru auga til Freys undanfarin ár og átt þá ósk heitasta að hann snéri aftur á heimaslóðir. Sjálfur segist hann aldrei hafa leitt hugann að því að leika í gulu treyjunni á ný. "Ef ég á að segja alveg eins og er þá hef ég bara haft það svo gott hjá FH að ég hef ekki haft neinn áhuga að fara frá liðinu. Mér hefur alltaf liðið mjög vel í Hafnarfirðinum og Kaplakrikanum. Það er langt síðan ég tók stefnuna á að enda ferilinn hjá FH og þannig verður það." Freyr er 35 ára og því farið að styttast í annan endann á ferlinum. Hann vonast þó til að eiga einhver tímabil inni. "Það er mjög erfitt að hætta hjá FH á meðan liðið er að berjast um alla titla á hverju sumri. En maður verður að hlusta á skrokkinn í þessu sambandi líka. Ég tek stöðuna í haust og met í kjölfarið hvert framhaldið verður", sagði Freyr Bjarnason. Engin hætta er á að Freyr slái markamet Harðar Magnússonar hjá FH enda ekki skorað nema átta mörk fyrir félagið á sínum ferli. Svo gæti þó farið að að Hörður þurfi engu að síður að sjá á eftir metinu í sumarþ. Hörður kom boltanum 84 sinnum í net andstæðinganna fyrir FH en Atli Viðar Björnsson er skammt undan með 77 mörk.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Sjá meira