Íslenski boltinn

Tryggvi og Eyþór í agabanni gegn KR í kvöld

Hjörtur Hjartarson skrifar
Tryggvi Guðmundsson verður ekki með ÍBV í kvöld.
Tryggvi Guðmundsson verður ekki með ÍBV í kvöld.
Tryggvi Guðmundsson og Eyþór Helgi Birgisson, leikmenn ÍBV verða hvorugir í leikmannahópi félagsins sem mætir KR í Pepsideild karla í knattspyrnu í kvöld. Báðir brutu þeir agareglur liðsins um síðustu helgi og verða því fjarri góðu gamni í leiknum mikilvæga gegn Íslandsmeisturunum.

Þetta staðfesti Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV í viðtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu í morgun.

"Það er um agabrot að ræða og þessvegna eru þeir ekki með í kvöld.Það verður síðan að koma í ljós hvort bannið verður eitthvað lengra", sagði Magnús sem var skiljanlega ekki sáttur með þá félaga.

"Þetta veldur mér gríðarlegum vonbrigðum. Ég ætlast auðvitað til að menn fari eftir mínum reglum og ef þeir gera það ekki eru þetta afleiðingarnar, það er bara ósköp einfalt. Ég verð auðvitað að vonast til og ég trúi því að þeir sem stóðu sig og fóru eftir reglunum láti þetta atvik ekki trufla sig."

Magnús bætti því við að engin ákvörðun hefði verið tekin um framtíð Tryggva og Eyþórs hjá félaginu, þau mál yrðu þó skoðuð þegar tími gæfist til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×