Golf

Birgir Leifur á meðal þeirra efstu fyrir lokadaginn í Horsens

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG er á meðal efstu manna fyrir lokakeppnisdaginn á Áskorendamótaröð Evrópu. Keppt er í Horsens í Danmörku en um er að ræða næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu. Birgir lék á 69 höggum í dag eða -3 og er hann samtals á 8 höggum undir pari. Klas Eriksson frá Svíþjóð er efstur en hann er á 11 höggum undir pari eftir að hafa leikið á nýju vallarmeti á fyrsta keppnisdeginum – 62 höggum.

Birgir tapaði aðeins einu höggi í dag en hann fékk skolla (+1) á 17. braut en hann fékk fugl (-1) á 1., 7., og 10. braut. Hann er í 8.-10. sæti en fyrir ofan hann eru tveir kylfingar á -9, fjórir á -10 og Karlssone r efstur á -11.

Mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu og er þetta þriðja mótið hjá Birgi á þessu tímabili á Áskorendamótaröðinni. Hann endaði í 26. sæti á fyrsta mótinu en komst ekki í gegnum niðurskurðinn á því næsta. Hann mun bæta stigastöðu sína verulega á þessu móti þar sem hann er í góðri stöðu fyrir lokahringinn en Birgir var í 225. sæti peningalistans á Áskorendamótaröðinni fyrir þetta mót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×