71 árs öldungur meðal keppenda á Eimskipsmótaröðinni Valur Jónatansson skrifar 17. ágúst 2012 12:44 Viktor Ingi Sturlaugsson. Mynd/Valur Jónatansson Fimmta og næst síðasta stigamót sumarsins á Eimskipsmótaröðinni í golfi hófst á Kiðjabergsvelli í sól og blíðu í morgun. 50 keppendur eru skráðir til leiks, 40 í karlaflokki og 10 í kvennaflokki, og verða spilaðar 54 holur á þremur dögum. Það vakti athygli að elsti keppandinn í mótinu er 71 árs, en hann heitir Viktor Ingi Sturlaugsson úr GR. Viktor Ingi er gamalreyndur kylfingur og sagðist alltaf hafa langað að vera með á íslensku mótaröðinni. Þar sem ekki var fullt í mótið um helgina fékk hann að vera með, enda er hann með forgjöf sem er innan þeirra marka sem til þarf, eða 8,3. Sonur hans, Viktor Rafn Viktorsson, er einnig með í mótinu. „Ég hef átt mér þann draum að spila á mótaröðinni og nú hefur hann ræst. Ég verð 72 ára í haust og því er líklega afar sérstakt að sjá svo gamalan mann með, en ég nýt þess að spila golf með unga fólkinu," sagði Viktor Ingi þegar hann hafði lokið við fyrstu 9 holurnar í morgun. „Ég var reyndar að spila þessar fyrri níu á Kiðjabergsvelli í fyrsta sinn. Þetta gekk svona þokkalega, nokkur pör og svo smá sprengjur. Lék þessar 9 holur á 48 höggum og reyni að gera betur á seinni hluta vallarins sem ég þekki aðeins," sagði þessi flotti kylfingur sem kemst í sögubækurnar fyrir að vera elsti kylfingurinn sem tekur þátt í íslensku mótaröðinni. Hann verður 72 ára 14. nóvember. Hægt er að fylgjast með skori keppenda á golf.is en þar er skorið uppfært á þriggja holna fresti. Golf Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Fimmta og næst síðasta stigamót sumarsins á Eimskipsmótaröðinni í golfi hófst á Kiðjabergsvelli í sól og blíðu í morgun. 50 keppendur eru skráðir til leiks, 40 í karlaflokki og 10 í kvennaflokki, og verða spilaðar 54 holur á þremur dögum. Það vakti athygli að elsti keppandinn í mótinu er 71 árs, en hann heitir Viktor Ingi Sturlaugsson úr GR. Viktor Ingi er gamalreyndur kylfingur og sagðist alltaf hafa langað að vera með á íslensku mótaröðinni. Þar sem ekki var fullt í mótið um helgina fékk hann að vera með, enda er hann með forgjöf sem er innan þeirra marka sem til þarf, eða 8,3. Sonur hans, Viktor Rafn Viktorsson, er einnig með í mótinu. „Ég hef átt mér þann draum að spila á mótaröðinni og nú hefur hann ræst. Ég verð 72 ára í haust og því er líklega afar sérstakt að sjá svo gamalan mann með, en ég nýt þess að spila golf með unga fólkinu," sagði Viktor Ingi þegar hann hafði lokið við fyrstu 9 holurnar í morgun. „Ég var reyndar að spila þessar fyrri níu á Kiðjabergsvelli í fyrsta sinn. Þetta gekk svona þokkalega, nokkur pör og svo smá sprengjur. Lék þessar 9 holur á 48 höggum og reyni að gera betur á seinni hluta vallarins sem ég þekki aðeins," sagði þessi flotti kylfingur sem kemst í sögubækurnar fyrir að vera elsti kylfingurinn sem tekur þátt í íslensku mótaröðinni. Hann verður 72 ára 14. nóvember. Hægt er að fylgjast með skori keppenda á golf.is en þar er skorið uppfært á þriggja holna fresti.
Golf Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira