Sölvi Geir Ottesen, leikmaður danska liðsins FC Kaupmannahafnar, verður ekki með íslenska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Færeyingum á Laugardalsvellinum á miðvikudag. Sölvi Geir á við meiðsli að stríða en hann missti líka af leikjunum við Svía og Frakka í maí.
Lars Lagerbäck ætlar ekki að velja leikmann í staðinn fyrir Sölva Geir en hann er annar leikmaðurinn sem dregur sig úr hópnum vegna meiðsla. Áður hafði Björn Bergmann Sigurðarson gert slíkt hið sama.
Leikmannahópurinn telur nú 23 leikmenn en Lagerbäck var búinn að bæta þeim Grétari Rafni Steinssyni, Eiði Smára Guðjohnsen og Hallgrími Jónassyni við upphaflega hópinn sinn.
Íslenski boltinn