Golf

Carl Petterson í forystu á PGA

Carl Pettersson
Carl Pettersson
Svíinn Carl Pettersson er með forystu eftir fyrsta hring á PGA meistaramótinu í Bandaríkjunum og lék fyrsta hring mótsins á sex höggum undir pari vallarins. Hann hefur eins höggs forskot á landa sinn Alex Noren , Spánverjann Gonzalo Fernandez-Castano, Norður Írann Rory McIlroy og Bandaríkjamanninn Gary Woodland.

Tiger Woods er meðal efstu manna eftir hringinn en hann lék á þremur höggum undir pari vallarins í gær. Woods hefur fjórum sinnum staðið uppi sem sigurvegari á mótinu, síðast árið 2007. Gamla kempan John Daly lék einnig vel í gær en hann lauk hringnum á fjórum höggum undir pari vallarins.

Sigurvegari síðasta árs, Keegan Bradley lék líkt og Daly á fjórum höggum undir en þeir tveir ásamt fjölmörgum öðrum kylfingum eru jafnir í sjötta sæti mótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×