Aron búinn að ræða við landsliðsstrákana: Ólafur ekki með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2012 17:45 Aron Kristjánsson, nýr landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur lokið við að ræða við alla leikmenn sem voru með landsliðinu á Ólympíuleikunum. Aron fékk jákvæð viðbrögð frá öllum leikmönnum og það er aðeins Ólafur Stefánsson sem ætlar ekki að vera með íslenska liðinu í leikjunum í undankeppni EM í október og nóvember. Aron ræddi niðurstöður viðtala sinna við landsliðsmennina í viðtali við Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamann á Stöð 2. „Menn voru heilt yfir mjög svekktir eftir Ólympíuleikanna og með það að detta svona óvænt út. Það svekkelsi sat í sumum. Einhverjir eru að skipta um lið og fóta sig á nýjum stað, finna húsnæði og svo framvegis. Annars voru menn heilt yfir jákvæðir og spenntir fyrir komandi verkefnum," sagði Aron. „Ólafur Stefánsson ætlar að taka sér frí eins og staðan er. Hann er ekki með neitt lið og er í fríi frá handknattleik í einhvern tíma. Það er ólíklegt að hann muni verða með íslenska landsliðinu í framtíðinni en hver veit nema að hann taki upp skóna eftir áramótin og spili einhversstaðar," segir Aron. „Snorri Steinn er með allt í lausu lofti og er ekki kominn með neitt lið ennþá. Hann er að vinna hart í þeim málum og það verður spennandi að fylgjast með því hvað gerist þar," segir Aron. „Það var enginn leikmaður sem sagði þvert nei og heilt yfir voru menn jákvæðir fyrir utan svekkelsið á Ólympíuleikunum. Snorri er með allt í lausu lofti og þarf að finna sér lið og komast yfir svekkelsið. Ég ákvað að gefa honum tíma og ræða við hann þegar hann er kominn með sitt á hreint," sagði Aron. Aron reiknar eins og áður sagði ekki með Ólafi Stefánssyni í komandi verkefni. „Nei, ég geri það ekki. Ólafur er kominn í frí og meðan hann er ekki að spila fyrir neitt félagslið þá er hann ekki gjaldgengur í landsliðið. Við sjáum bara til hvað hann gerir eftir áramótin," sagði Aron. Aron getur ekki gert miklar breytingar fyrir fyrsta leikinn í undankeppni EM sem er á móti Hvít-Rússum í Laugardalshöllinni 31. október því hann hefur bara tvo daga til undirbúnings. „Hvít-Rússar eru skeinuhættir andstæðingar því þeir hafa verið í sókn undanfarið og unnu sem dæmi Slóvaka á útivelli í júní síðastliðnum. Rúmenar eru mjög hættulegir heima fyrir. Þetta er verðugt verkefni og það er mjög mikilvægt að allir þeir sem hafa verið að bera upp landsliðið síðastliðin ár séu klárir í það og tilbúnir að leggja sig fram," sagði Aron. Guðjón Valur var að skipta um lið og er kominn til Kiel. Aron segir að járnmaðurinn í vinstra horninu hafi gefið honum vilyrði. „Hann verður með og var bara jákvæður og klár í slaginn," sagði Aron en líklegt verður að teljast að Guðjón Valur taki nú við fyrirliðabandinu af Ólafi Stefánssyni. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Aron með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Sjá meira
Aron Kristjánsson, nýr landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur lokið við að ræða við alla leikmenn sem voru með landsliðinu á Ólympíuleikunum. Aron fékk jákvæð viðbrögð frá öllum leikmönnum og það er aðeins Ólafur Stefánsson sem ætlar ekki að vera með íslenska liðinu í leikjunum í undankeppni EM í október og nóvember. Aron ræddi niðurstöður viðtala sinna við landsliðsmennina í viðtali við Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamann á Stöð 2. „Menn voru heilt yfir mjög svekktir eftir Ólympíuleikanna og með það að detta svona óvænt út. Það svekkelsi sat í sumum. Einhverjir eru að skipta um lið og fóta sig á nýjum stað, finna húsnæði og svo framvegis. Annars voru menn heilt yfir jákvæðir og spenntir fyrir komandi verkefnum," sagði Aron. „Ólafur Stefánsson ætlar að taka sér frí eins og staðan er. Hann er ekki með neitt lið og er í fríi frá handknattleik í einhvern tíma. Það er ólíklegt að hann muni verða með íslenska landsliðinu í framtíðinni en hver veit nema að hann taki upp skóna eftir áramótin og spili einhversstaðar," segir Aron. „Snorri Steinn er með allt í lausu lofti og er ekki kominn með neitt lið ennþá. Hann er að vinna hart í þeim málum og það verður spennandi að fylgjast með því hvað gerist þar," segir Aron. „Það var enginn leikmaður sem sagði þvert nei og heilt yfir voru menn jákvæðir fyrir utan svekkelsið á Ólympíuleikunum. Snorri er með allt í lausu lofti og þarf að finna sér lið og komast yfir svekkelsið. Ég ákvað að gefa honum tíma og ræða við hann þegar hann er kominn með sitt á hreint," sagði Aron. Aron reiknar eins og áður sagði ekki með Ólafi Stefánssyni í komandi verkefni. „Nei, ég geri það ekki. Ólafur er kominn í frí og meðan hann er ekki að spila fyrir neitt félagslið þá er hann ekki gjaldgengur í landsliðið. Við sjáum bara til hvað hann gerir eftir áramótin," sagði Aron. Aron getur ekki gert miklar breytingar fyrir fyrsta leikinn í undankeppni EM sem er á móti Hvít-Rússum í Laugardalshöllinni 31. október því hann hefur bara tvo daga til undirbúnings. „Hvít-Rússar eru skeinuhættir andstæðingar því þeir hafa verið í sókn undanfarið og unnu sem dæmi Slóvaka á útivelli í júní síðastliðnum. Rúmenar eru mjög hættulegir heima fyrir. Þetta er verðugt verkefni og það er mjög mikilvægt að allir þeir sem hafa verið að bera upp landsliðið síðastliðin ár séu klárir í það og tilbúnir að leggja sig fram," sagði Aron. Guðjón Valur var að skipta um lið og er kominn til Kiel. Aron segir að járnmaðurinn í vinstra horninu hafi gefið honum vilyrði. „Hann verður með og var bara jákvæður og klár í slaginn," sagði Aron en líklegt verður að teljast að Guðjón Valur taki nú við fyrirliðabandinu af Ólafi Stefánssyni. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Aron með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Sjá meira