Grosjean bannað að keppa á Ítalíu Birgir Þór Harðarson skrifar 2. september 2012 16:38 Romain Grosjean, ökumaður Lotus í Formúlu 1, hefur hlotið eins móts bann fyrir að vera valdur af hörðum árekstri í upphafi belgíska kappakstursins í dag. Fernando Alonso, Lewis Hamilton og Sergio Perez, auk Grosjean, komust ekki í gegnum fyrstu beygju í kappakstrinum. Þá þarf Grosjean að greiða 50.000 punda sekt, jafngildi um það bil 7,5 milljóna króna. Dómarar mótsins í dag töldu Grosjean ekki hafa gefið Lewis Hamilton nógu mikið pláss á brautinni þegar þeir bremsuðu fyrir fyrstu beygju mótsins. Það varð til þess að Hamilton ók aftan á Lotus-bílinn. Grosjean missti stjórn á bíl sínum sem fór utan í bíl Alonso. Alonso var heppinn að Lotus-bíllinn færi ekki höfuðið á honum. Það munaði aðeins fáeinum sentimetrum að það hefði gerst. Lewis Hamilton var handviss frá því að hann stóð upp úr bílnum að Grosjean bæri ábyrgð á slysinu. Hann benti honum á það frá upphafi en Grosjean var óviss og vildi meina að erfitt væri að kenna nokkrum um. Þriðji ökuþór Lotus-liðsins, Belginn Jerome d'Ambrosio, mun að öllum líkindum aka Lotus-bílnum í næsta kappakstri sem fram fer eftir viku á hinni sögufrægu Monza-braut á Ítalíu. Þá mun bannið hafa mikil áhrif á stöðu Lotus-liðsins í titilbaráttu bílasmiða þar sem hvert stig telur. Formúla Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Romain Grosjean, ökumaður Lotus í Formúlu 1, hefur hlotið eins móts bann fyrir að vera valdur af hörðum árekstri í upphafi belgíska kappakstursins í dag. Fernando Alonso, Lewis Hamilton og Sergio Perez, auk Grosjean, komust ekki í gegnum fyrstu beygju í kappakstrinum. Þá þarf Grosjean að greiða 50.000 punda sekt, jafngildi um það bil 7,5 milljóna króna. Dómarar mótsins í dag töldu Grosjean ekki hafa gefið Lewis Hamilton nógu mikið pláss á brautinni þegar þeir bremsuðu fyrir fyrstu beygju mótsins. Það varð til þess að Hamilton ók aftan á Lotus-bílinn. Grosjean missti stjórn á bíl sínum sem fór utan í bíl Alonso. Alonso var heppinn að Lotus-bíllinn færi ekki höfuðið á honum. Það munaði aðeins fáeinum sentimetrum að það hefði gerst. Lewis Hamilton var handviss frá því að hann stóð upp úr bílnum að Grosjean bæri ábyrgð á slysinu. Hann benti honum á það frá upphafi en Grosjean var óviss og vildi meina að erfitt væri að kenna nokkrum um. Þriðji ökuþór Lotus-liðsins, Belginn Jerome d'Ambrosio, mun að öllum líkindum aka Lotus-bílnum í næsta kappakstri sem fram fer eftir viku á hinni sögufrægu Monza-braut á Ítalíu. Þá mun bannið hafa mikil áhrif á stöðu Lotus-liðsins í titilbaráttu bílasmiða þar sem hvert stig telur.
Formúla Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira